Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 86
78 13. desember 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid. FÓTBOLTI Liverpool mætir Hull á Anfield og Arsenal heimsækir Middlesbrough á Riverside en stórleikur umferðarinnar er að öðrum leikjum ólöstuðum viður- eign Manchester United og Tot- tenham á White Hart Lane. Englandsmeistarar United eru í eltingaleik þessa dagana við Liver- pool og Chelsea og þurfa nauðsyn- lega á þremur stigum að halda gegn Tottenham til þess að halda pressunni gangandi. United hefur annars átt góðu gengi að fagna gegn Tottenham upp á síðkastið og hefur ekki tapað gegn því í síðustu fjórtán leikjum í deildinni. Lundúnafélagið var þó ansi nálægt því að hirða öll stigin þrjú á síðustu leiktíð á White Hart Lane eftir að Dimitar Berbatov hafði komið heimamönnum yfir í leikn- um en Carlos Tevez bjargaði þá rauðu djöflunum með jöfnunar- marki í uppbótartíma. Nú er Ber- batov hins vegar leikmaður Unit- ed og leikurinn myndi því undir eðlilegum kringumstæðum marka endurkomu hans á White Hart Lane en Búlgarinn er aftur tæpur vegna meiðsla. Það á við um fleiri lykilmenn eins og Michael Carrick og Rio Ferdinand en Cristiano Ron- aldo ætti að verða leikfær. Þá taka Patrice Evra og Wayne Rooney út leikbönn. Liverpool getur náð fjög- urra stiga forskoti á toppi deildar- innar með sigri gegn nýliðum Hull á Anfield en Chelsea, sem er í öðru sætinu, á ekki leik fyrr en á morg- un gegn West Ham. Knattspyrnu- stjórinn Rafa Benítez er þó með báða fætur fasta á jörðunni ef marka má ummæli hans í gær. „Ef við verðum enn á toppnum þegar keppnin í Meistaradeildinni hefst á ný í febrúar þá eigum við augljóslega góða möguleika á titl- inum. En ég tel að til þess að Liver- pool verði meistari þá þurfi Chel- sea, United og Arsenal að verða á í messunni og það er harla ólíklegt að öllum þremur félögunum muni mistakast. Þau búa öll að meiri fjárhagsstyrk en við og Liverpool er dálítið eins og Valencia í spænsku úrvalsdeildinni gegn stórliðum Barcelona og Real Madrid,“ er haft eftir Benítez í breska götublaðinu The Sun en Spánverjinn gerði athugasemdir við viðtalið síðar í gær og kvað orð sín hafa verið tekin úr samhengi. Middlesbrough hefur gengið nokkuð vel gegn Arsenal í deild- inni síðan félagið mátti þola 7-0 niðurlægingu í byrjun árs 2006 og hefur unnið einn og gert þrjú jafn- tefli gegn Byssustrákunum. Það ætti hins vegar að auka líkur Ars- enal á góðum úrslitum að fyrir- liðinn Cesc Fabregas verður líklega með á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á hnémeiðslum. -óþ Spennan magnast í toppbaráttunni Topplið Liverpool, Manchester Untied og Arsenal verða í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í dag. TÆPUR Óvíst er hvort Dimitar Berbat- ov getur mætt Tottenham í dag vegna meiðsla. NORDIC PHOTOS/GETTY VAR UM SIG Benítez telur alltof snemmt að tala um Liverpool sem meistarakandídata þetta tímabilið ef marka má ummæli sem höfð eru eftir honum í götublaðinu The Sun. NORDIC PHOTOS/GETTY Það er sannkölluð körfuboltahátíð á Ásvöllum í dag en þá fara stjörnuleikir KKÍ fram. Dagurinn verður sannkölluð veisla fyrir körfu- boltaáhugamenn því auk leikjanna verður ýmislegt annað í boði. Þar á meðal verður troðslukeppni, tveir á tvo sýningarleikur þar sem Logi Bergmann mætir Gísla Einarssyni og svo þriggja stiga keppnir. Það er óhætt að segja að þriggja stiga keppnin hjá körlunum veki mikla athygli enda mætast þar bestu þriggja stiga skyttur sögunnar. Á meðal þeirra sem keppa og eru enn að spila má nefna Jón Arnór Stefánsson, Pál Axel Vilbergsson, Jakob Örn Sigurðarson og Loga Gunnarsson. Á meðal eldri og reyndari fyrrum leikmanna sem taka þátt í keppninni má nefna Val Ingimundarson, Teit Örlygsson, Kristin Friðriksson og svo Guðjón Skúlason sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu KKÍ. Guðjón setti niður hátt í 1.000 þriggja stiga skot á ferlinum og sá eini sem á raunhæfan möguleika að ná honum er Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson sem hefur skorað rúmlega 300 færri þriggja stiga körfur en Guðjón. „Palli mun aldrei ná metinu mínu. Ef hann aftur á móti er með einhverja stæla og nálgast metið þá mæti ég bara aftur á völlinn og set fleiri niður. Það er samt líklega svona 5-6 ár í það þannig að það gæti orðið svolítið erfitt,“ sagði Guðjón léttur við Fréttablaðið í gær en hann neitaði því ekki að það væri kominn fiðringur í sig. „Mér finnst þetta alveg stórskemmtilegt. Þetta er ekkert smá lið sem ætlar að mæta þarna og verður ábyggilega veisla. Ég er aftur á móti að mæta til þess að vinna, það kemur ekk- ert annað til greina,“ sagði Guðjón kokhraustur en hann hefur verið að æfa sig í laumi síðustu daga. „Ég hef fengið að sniglast aðeins inn á æfingar hjá Sigga og athuga hvort ég drífi ekki lengur á körfuna. Það var ekki að sökum að spyrja, þetta var allt meira og minna niðri,“ sagði Guðjón og hló dátt. Dagskrá dagsins hefst klukkan 13.30 og er frítt inn. STJÖRNULEIKIR KKÍ: BESTU ÞRIGGJA STIGA SKYTTUR SÖGUNNAR MÆTA MEÐ GUÐJÓN SKÚLASON Í FARARBRODDI Páll Axel mun aldrei ná metinu mínu KÖRFUBOLTI Lið Tindastóls sem hefur verið að leika vel í Iceland Express-deild karla í körfubolta í vetur verður fyrir nokkurri blóðtöku á næstu dögum. Greint er frá því á heimasíðu félagsins að Allan Fall, sem hefur verið lykilmaður hjá Stólunum í vetur, sé búinn að fá sig lausan undan samningi við norðanmenn eftir að honum bauðst samningur í Sviss. Hann hefur því að öllu óbreyttu spilað sinn síð- asta leik fyrir Tindastól í vetur. Þá verður Darrell Flake frá í mánuð eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné og ætti því að verða klár í slaginn að nýju snemma á næsta ári. Góðu fréttirnar fyrir Tinda- stól eru hins vegar þær að góður liðsstyrkur er að berast félaginu á næstu dögum þar sem Axel Kárason, sem lék áður með Skallagrími, mun leika með félaginu á meðan hann er í fríi fyrir norðan frá námi sínu í dýralækningum í Ungverjalandi. - óþ Fyrirhugaðar mannabreytingar hjá Tindastóli: Fall á leið til Sviss ALLAN FALL Yfirgaf Tindastól til þess að spila í Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Skeifan, Smáralind, Kringlan, Hafnarfjörður, Selfoss, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Akureyri, Ísafjörður Aðeins 2.740kr. áður 5.480 kr. Aðeins 1.495kr. áður 2.990 kr. Aðeins 1.745kr. áður 3.490 kr. Aðeins 2.240kr. áður 4.480 kr. Aðeins 2.495kr. áður 4.990 kr. Aðeins 1.995kr. áður 3.990 kr. sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% Tilboðin gilda frá 11.12.08 til 16.12.08. Til þess að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar nýti sér tilboðin til innkaupa fyrir eigin verslanir má hver og einn viðskiptavinur aðeins versla þrjár bækur af einstaka titli. Saga Bald urs Brján sson ar Töfr aman ns > Rekstur Stjörnunnar kominn í þrot Sú sérkennilega staða kemur upp í leik Fram og Stjörn- unnar í N1-deild karla í Safamýri í dag að Fram mun leika í hvítum varabúningum sínum en Stjarnan í sínum hefðbundnu bláu búningum. Ástæðan er sú að rekstur handknattleiksdeildar Stjörnunnar er kominn í þrot og staða deildarinnar er það slæm að félagið hefur einfaldlega ekki efni á að kaupa varabúninga. Öllum leikmanna- samningum var sagt upp í gærkvöldi og framhaldið er óráðið. Má telja líklegt að einhverjir leikmenn rói á önnur mið og spurning hvort Stjarnan geti klárað tímabilið. KÖRFUBOLTI Njarðvík vann auðveldan sigur á Þór, 94-75, í sextán liða úrslitum Subway- bikarsins í gær. Magnús Gunnarsson og Hjörtur Einarsson voru stigahæstir hjá Njarðvík með 20 stig. Guðmundur Jónsson skoraði 26 stig fyrir Þór og Cedric Isom 16. - hbg Subway-bikar karla: Njarðvík áfram BARÁTTA Hart var barist í Ljónagryfjunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.