Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 2
2 13. desember 2008 LAUGARDAGUR MANNÚÐARMÁL Brúðuleikhúshátíð til styrktar börnum í Himalaja- fjöllum verður haldin í Gerðu- bergi á morgun, en allur ágóði rennur til heimilis sem rekið er af tíbetskum munkum á Indlandi. „Börnin koma úr afar erfiðum aðstæðum í hæsta og afskekkt- asta héraði Himalajafjalla, sem er á mörkum þess byggilega sökum kulda og þunns loftlags. Flest þeirra eru munaðarlaus og farin að sjá fyrir sér á fjórða ári, en munkurinn Lama Tenzin býður þeim vist og menntun á barna- heimili sínu á Indlandi,“ segir Guðrún Arnalds hómópati, ein þeirra sem standa fyrir brúðu- leikhúsinu á morgun. „Á Indlandi fara þau á tveimur jafnfljótum um langan veg í skóla, svo við reynum að safna sem mestu fyrir rútu þeim til handa.“ - þlg / sjá Allt Brúðuleikhús til hjálpar: Safna fyrir rútu ALÞINGI Vegna aukins álags í kjöl- far fjármálakreppunnar hafa þóknanir stjórnarmanna í Fjár- málaeftirlitinu (FME) verið tvö- faldaðar. Stendur sú ráðstöfun frá 1. október til ársloka. Tvöföld- un þóknunar stjórnarformanns- ins nær aftur til 1. júlí vegna auk- ins álags á hann frá þeim tíma. Þetta kemur fram í svari við- skiptaráðherra við fyrirspurn Atla Gíslasonar þingmanns VG. Þóknun almennra stjórnar- manna var 130 þúsund krónur á mánuði en nemur nú 260 þúsund krónum. Þóknun formanns var 260 þúsund krónur en er nú 520 þúsund. Varamenn fengu 90 þús- und krónur á mánuði en fá 180 þúsund. Frá stofnun FME hefur varamönnum verið gert að sitja alla stjórnarfundi og taka þátt í afgreiðslu mála. Auk Jóns Sigurðssonar for- manns sitja Sigríður Thorlacius lögfræðingur og Stefán Svavars- son endurskoðandi í stjórn FME. Varamenn eru Kjartan Gunnars- son, skrifstofustjóri í viðskipta- ráðuneytinu, Þuríður Jónsdóttir héraðsdómslögmaður og Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur Seðlabankans. Atli spurðist líka fyrir um launakjör yfirmanna FME. Fram kemur að Jónas Fr. Jónsson for- stjóri hefur 1,7 milljónir í mánaðarlaun, aðstoðarforstjór- inn, Ragnar Hafliðason, hefur 1.250 þúsund og fjórir sviðsstjór- ar eru með á bilinu 855 til 968 þúsund á mánuði. - bþs Forstjóri Fjármálaeftirlitsins með sautján hundruð þúsund krónur á mánuði: Stjórnarlaun tvöfölduð vegna álags JÓNAS FR. JÓNSSON JÓN SIGURÐSSON Örn Clausen, hæstaréttarlög- maður og afreksmaður í frjálsum íþróttum, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni á fimmtudag, áttræður að aldri. Örn Clausen fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1928, sonur hjónanna Sesselju Þorsteinsdótt- ur Clausen og Arreboe Clausen, kaupmanns og bifreiðarstjóra. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1953 og sinnti lögfræðistörfum á eigin málflutningsskrifstofu í Reykjavík frá 1958 til 2007. Örn átti næstbesta árangur heims í tugþraut árið 1951. Eftirlifandi eiginkona Arnar er Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardóm- ari. Saman áttu þau þrjú börn, Örn átti fjóra syni frá fyrra hjónabandi. Einn þeirra er látinn. Örn látinn ÖRN CLAUSEN LÖGMAÐUR Pósthússtræti 5 • 101 Reykjavík Síðumúla 3-5 • 108 Reykjavík Þönglabakka 4 • 109 Reykjavík Hraunbæ 119 • 110 Reykjavík Hverafold 1-3 • 112 Reykjavík Eiðistorgi 15 • 170 Seltjarnarnesi Hamraborg 1-3 • 200 Kópavogi Litlatúni 3 • 210 Garðabæ Verslunarmiðstöðinni Firði • 220 Hafnarfirði Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ Staðsetning pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu: Staðsetning pósthúsa á Akureyri: Opið í dag á pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri milli kl. 11-17 Skipagötu 10 • 600 Akureyri Norðurtanga 3 • 600 Akureyri MENNING Jólalestin, ljósum prýddir Coca Cola-flutningabíl- ar Vífilfells aka sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í dag. Það að fylgjast með Jólalestinni er orðinn fastur þáttur í jólaundirbúningi margra fjölskyldna en þetta er í tólfta sinn sem lestin fer um höfuðborgarsvæðið. Lestin leggur af stað frá Vífilfelli á Stuðlahálsi klukkan 15.30 og fer hún um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins. Lestin verður meðal annars í Spönginni Grafarvogi um klukkan 16, á Laugavegi um klukkan 17 og í Smáralind um klukkan 18. Rúmlega 100 kílómetra löngu ferðalagi lestarinnar lýkur svo klukkan 20 á sama stað og hún hófst. Nánari leiðarlýsingu Jólalestarinnar má finna á slóðinni coke.is - ovd Jólalest Coca-Cola: Lestin kemur með jólalögin Gylfi, verður fólkið þá ekki allavega reynslunni ríkara? „Jú, en maður lifir ekki á því!“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að ríkisstjórnin taki fjóra milljarða af fátæk- asta fólkinu í landinu með kreppuniður- skurði sínum. STJÓRNMÁL Formaður Framsóknar og þingflokksformaður VG vilja ekki hvetja ráðherrana Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðs- son til að segja af sér. Valgerður Sverrisdóttir hefur sagt sitt með vantrauststillögunni og Ögmundur Jónasson vill frekar að kosið verði. Formaður Frjálslynda flokksins vill hins vegar að þeir víki, ásamt með seðlabankastjóra. Birgir Hermannsson stjórnmála- fræðingur segir stjórnarandstöð- una skylduga til að ræða pólitíska ábyrgð ráðherra, en hún kunni það ekki. - kóþ / sjá síður 72 og 74 VG og Framsóknarflokkur: Ráðherrarnir segi ekki af sér EFNAHAGSMÁL Tekjur ríkisins verða 54,6 milljörðum lægri en áætlað var samkvæmt breytingartillögum meirihluta frjárlaganefndar Alþingis við fjárlaga- frumvarp næsta árs. Samkvæmt breytingartillög- unni verða tekjurnar 395,8 milljarðar en í upphaf- legu frumvarpi var gert ráð fyrir 450 milljarða króna tekjum. Breytingartillagan gerir ráð fyrir 358 milljarða króna skatttekjum í stað 399 milljarða skatttekna sem áætlaðar voru í upphaflegu frumvarpi. Breytingartillaga meirihlutans inniheldur meðal annars niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar sem ná til allra ráðuneyta og undirstofnana þeirra. Sem dæmi má nefna að framlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna dragast saman um 1.360 milljónir og framlög til Háskóla Íslands verða 951,1 milljón lægri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Það nemur um tíu prósentum af framlögum ríkisins til skólans. Keflavíkurflugvöllur fær 1.153 milljónum króna minna en fjárlagafrumvarpið sagði til um. Framlög til reksturs Alþingis verða 215 milljónum lægri en áætlað var. Hætt verður við framkvæmdir við Gljúfrastein sem áætlað var að kostuðu 10 milljónir króna og framlag til nýframkvæmda í Þjóðgarðinum á Þingvöllum dragast saman um 20 milljónir. Þá gerir tillagan ráð fyrir að framlög til forsetaembættisins dragist saman um 17 milljónir frá fyrra frumvarpi. - ovd Tekjur ríkisins 55 milljörðum lægri og mikill samdráttur í útgjöldum: Háskólinn fær um milljarði minna FRÁ ALÞINGI Niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar verða ræddar á Alþingi á mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Karlmaður frá Kós- óvó sem handtekinn var hér á landi í síðasta mánuði er talinn tengjast stóra skartgriparáninu sem framið var í Sundsvall í Sví- þjóð í byrjun september, að því er fram kemur í sænska blaðinu Dagbladet. Hann er talinn hafa sést í nágrenni skartgripaversl- unar þegar ránið var framið. Smári Sigurðsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að þrír karlmenn frá Kosovo hafi verið handteknir hér á landi í nóvem- ber. Þeir hafi síðan verið fluttir til síns heima í lögreglufylgd. „Við fengum upplýsingar um það að einn þeirra var talinn hafa sést í nágrenni við ránsstaðinn þegar ránið var framið,“ segir hann. „En það var enginn hand- tekinn hér vegna ránsins.“ Mennirnir þrír sóttu upphaf- lega um hæli hér. Þeir þóttu tor- tryggilegir svo lögregla handtók þá. Þá höfðu þeir reynt að villa á sér heimildir og þóttust ekki þekkjast, þó ýmislegt lægi fyrir um það. Mennirnir gátu ekki gefið neinar viðhlítandi skýring- ar á ýmsu sem þeir voru spurðir um. Sænska lögreglan óskaði ekki eftir að hafa tal af manninum sem talinn er tengjast skartgrip- aráninu, sem bendir til að ekki hafi verið fyrir því nægilega sterk rök. Sænska Dagbladet segir að verðmæti stolnu skartgripanna hafi verið um 30 þúsund sænskar krónur eða rúmar 440 þúsund íslenskar krónur. Ræningjarnir, sem voru þrír talsins, komust allir undan. Blaðið segir lögreglu hafa grunað að ræningjarnir hafi verið erlendir. Það hafi síðan fengist staðfest. Lögreglan segist hafa fengið tilkynningu um að einn þeirra hafi verið handtekinn í Madríd. Fingraför hans fundust í bíl sem ræningjarnir notuðu til að komast undan eftir ránið. Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á manninn sem gripinn var í Madríd, né þjóðerni hans þar sem hann var með mörg, mis- munandi skilríki. Dagbladet segir að handtökur mannanna á Spáni og Íslandi styrki þann grun lögreglu að um sé að ræða alþjóðlegan hring glæpamanna sem flytji sig milli landa og fremji afbrot. jss@frettabladid.is Meintur skartgripa- þjófur handsamaður Karlmaður frá Kósóvó sem handtekinn var hér í síðasta mánuði er talinn tengd- ur skartgriparáni sem framið var í Sundsvall í Svíþjóð í september. Hann var handtekinn, ásamt tveimur löndum sínum, og sendur úr landi í lögreglufylgd. SKARTGRIPIR Mennirnir náðu að brjóta upp skartgripakassa í versluninni í Sundsvall og hafa á brott með sér verðmæt gullarmbönd. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra telur niðurstöður stofnmælinga Hafrannsóknastofnunar á botnfiskum ekki nægja til að auka veiðiheimildir á þorski. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í gær. Í stofnmælingunni, sem lauk 3. nóvember, mældist heildarvísitala þorsks sú hæsta frá 1996. „Þetta eru jákvæðar vísbend- ingar um stofnstærð þorsksins og árangur uppbyggingaraðgerða á síðasta ári en þó er mikilvægt að bíða eftir niðurstöðu stofnmæl- inga í mars,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. - jse / ovd Þorskstofninn að styrkjast: Niðurskurður að skila árangri SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.