Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 62
54 13. desember 2008 LAUGARDAGUR E rt þú ekki örugglega ein(n) þeirra sem hefur heyrt minnst á brjósklos í ótal jóla- boðum, fermingar- veislum og erfis- drykkjum, lesandi góður? Sennilega. Ert þú kannski líka í þeim fjölmenna hópi sem telur hiklaust að brjósklos sé annað- hvort eitthvað út á skyr eða eitt- hvað frekar óþægilegt fyrirbæri sem Óli mágur eða Gunna systir hafa lent í en þú kannt ekki að skýra nánar? Eða ertu í þeim hópi sem hefur fengið brjósklos og upplifað fjör- ið frá fyrstu hendi eins og sá sem ritar þessa grein? Hverjum þess- ara hópa sem þú tilheyrir fýsir þig ef til vill að auka þekkingu þína og kannast örlítið við hvað það getur haft í för með sér þegar angi af brjóski tekur að þrýsta á bandvefshring utan um brjósk- þófa og áreita um leið taug í nágrenninu með afar lærdómsrík- um afleiðingum. Sé svo skaltu lesa áfram. Hvað er brjósklos þá? Hryggsúla í manneskju er sam- sett úr 26 smábeinum, hryggjar- liðum. Liðirnir eru tengdir saman með þófum úr brjóski sem virka sem eins konar höggpúðar auk þess að vera teygjanlegir og gera hryggnum kleift að hreyfast. Hver þessara þófa er samsettur úr bandvefshring sem liggur utan um hlaupkenndan kjarna. Hryggj- arliðirnir mynda göng sem mænan liggur inni í og eru henni til varn- ar. Taugar ganga út úr mænunni á milli hryggjarliðanna og tengja heilann við mismunandi hluta lík- amans. Brjósklos er það fyrirbæri kall- að þegar hlaupkenndur kjarni lið- þófa þrýstir á hringinn utan um með þeirri afleiðingu að hann ann- aðhvort bungar út eða sprungur koma í hann. Þar með veldur hann gjarnan þrýstingi á taugarnar sem ganga út úr hryggjarliðunum og getur ástandið haft veruleg óþægindi í för með sér. Það er því ekki alls kostar rétt að tala um brjósk los því brjóskið losnar í raun ekki. Taugaþræðirnir hætta að starfa eðlilega við þrýstinginn og sá sem svo er komið fyrir fær verki eða skyntruflanir í húð sem geta lýst sér sem dofi eða tilfinningaleysi. Algengast er að brjósklos eigi sér stað í mjóhrygg og þá fylgir því gjarnan leiðniverkur niður í annan fótinn, eftir því hvorum megin hryggjarins þrýstingur er á taug. Djöfulskapurinn við verkinn felst fyrst og fremst í því að þolandinn getur varla verið í nokkurri stell- ingu ef mjög er þjarmað að taug- inni. Allra verst er þó að sitja en illskárra að standa eða ganga um. Erfðaþátturinn mikilvægastur „Ég held að orsakir brjóskloss séu erfðir, sá þáttur skiptir örugglega mestu máli,“ segir Aron Björns- son, yfirlæknir á heila- og tauga- skurðdeild Landspítalanum í Foss- vogi. Aron lauk læknanámi við Háskóla Íslands árið 1979 og stundaði að því loknu framhalds- nám í heilaskurðlækningum í sex ár við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Hann hefur starfað á heila- og taugaskurðdeildinni síðan 1988 og sem yfirlæknir und- anfarin þrjú ár. Aron segir brjósklosaðgerðir hafa verið að breytast úr því að vera talsvert mikið stærri aðgerð- ir yfir í að verða aðgerðir með minni skurðum og minna blóðtapi. Með stórbættri smásjártækni hafi skurðlæknar náð mikilli leikni í að gera enn betri aðgerðir á enn styttri tíma en áður. „Fyrir nokk- uð mörgum árum voru þetta nokkrir dagar og þar á undan enn lengri tími,“ segir Aron og rifjar upp árdaga smásjáraðgerða. Samkeppnin við verkjalyfin Aron telur mikilvægt að það komi fram í umræðu um brjósklos hve algengt það sé að fólk telji sig þjást af brjósklosi þegar eingöngu sé um bakverk af ýmsum öðrum toga að ræða. „Menn eru stundum með brjósklos á segulómmynd en ekki endilega með sérstök ein- kenni um það eins og sáran leiðni- verk niður í kálfa, dofatilfinningu og máttleysi. Bakverkur er eng- inn brjósklosverkur, bakverkur hefur í sjálfu sér ekkert með brjósklos að gera nema óbeint af því að fólk fer að beita sér vit- laust,“ segir hann „Menn eru óþolinmóðari í dag, sjúklingarnir líka. Það eru allir í vinnu og rosalega stressaðir og menn eru oft ekkert tilbúnir til að vera lengi frá vinnu,“ segir Aron þegar talið berst að öðrum úrræð- um en uppskurði. Þeim mun öruggari sem aðgerðirnar verði og því fyrr sem sjúklingurinn geti snúið á ný til vinnu því samkeppn- isfærari verði skurðlæknar á þessum vettvangi við alls kyns verkjalyf og önnur meðferðarúr- ræði. „Ef við fáum til okkar einstakl- ing sem er afar illa haldinn og óvinnufær og við vitum að við getum lagað en hin leiðin sé sú að bíða í allt að tvo til þrjá mánuði með verkina og jafnvel þurfa samt að fara í aðgerð að loknum þeim tíma þá velja flestir að fara í aðgerð.“ Heilsan kemur innan frá „Heilsan kemur innan frá. Kíró- praktíkin gengur dálítið út á að hjálpa líkamanum að laga sig sjálfur,“ útskýrir Bergur Kon- ráðsson kírópraktor eða hnykk- læknir eins og það hefur verið kallað. Raunar telur Bergur sjálf- ur hugtakið hnykklækningar ekki alheppilegustu þýðinguna en tefl- ir þess í stað fram hugtakinu lið- lækningum sem honum þykir ná betur utan um fræðigreinina, en sé þýtt bókstaflega er kírópraktík gríska sem táknar hönd (chiro) og aðgerð eða einhvers konar fram- kvæmd (praktikós). Hryggurinn og taugakerfið er grunnurinn í hnykklækningun- um. Dæmigert ferli þess sem leit- ar til Kírópraktorstöðvarinnar hefst með röntgenmyndatöku, viðtali og skoðun. Bergur líkir ferlinu við heim- sókn til tannlæknis. Þar er almenn tannheilsa sjúklingsins athuguð í stað þess að einblína á eina eða fáar tennur. „Þetta er ekki bara verkjameðferð, það er ótrúlega útbreidd skoðun fólks að það sé allt í lagi með það svo lengi sem það er verkjalaust. Hryggsúlan er fyrirbæri sem þarfnast reglu- legrar skoðunar, það á ekki bara að kíkja á hana þegar í óefni er komið. „Ég finn hvergi til, af hverju ætti ég að gera eitthvað?“ spyr fólk en telur samt sem áður fullkomlega eðlilegt að skipta um olíu á bílnum og gera aðrar fyrir- byggjandi ráðstafanir til að hann þjóni sínu hlutverki,“ útskýrir Bergur. Mikilvægast að styrkja bakið heildrænt „Þegar brjósklosið er komið er hægt að taka það en tilhneigingin til hryggþófaraskana er að öllum líkindum enn þá til staðar og maður vill reyna að taka á því undirliggjandi vandamáli,“ segir Edda Lúvísa Blöndal sjúkraþjálf- ari. Hún segir bakmeðferð ganga út á að styrkja stöðugleikaþátt baks- ins. Því miður sé það staðreynd að þessar æfingar séu oft hundleið- inlegar, þær gangi ekki út á átök og svita þar sem árangur sé til- tölulega auðmælanlegur eins og í hefðbundinni líkamsrækt. „Það gerir þær óvinsælar og það þarf stóran fræðsluþátt til að skilja tilganginn. Árangurinn er illmælanlegur og felst aðallega í forvörn og lýsir sér oftast í lengri tíma milli verkjakasta og minni verkjum þegar þeir koma. Stór ögrun fyrir okkur sjúkraþjálfara hefur verið að setja þessar æfing- ar í markaðsvænan búning,“ segir Edda enn fremur. Bakvandamál eru að hennar sögn erfið vegna þess hve erfitt geti verið að greina þau rétt, ein- staklingsbundin viðbrögð séu ólík og eins verkjaupplifun fólks. Huglæg verkjameðferð sé oft þarfur hluti af meðferðinni en þar er um að ræða heildræna með- ferð sem tekur til félagslegra og sálrænna þátta og jafnvel fleiri. Við setjum punktinn við þá niður- stöðu. Erfðir skipta mestu máli Brjósklosaðgerðir eru orðnar einfaldari en áður var með betri tækni. Það hentar vel óþolinmóðum Íslendingum segir Aron Björnsson læknir sem bendir á að fólk telji sig oft ranglega þjást af brjósklosi. Atli Steinn Guðmundsson kynnti sér málið. Í AÐGERÐ Með stórbættri smásjártækni taka aðgerðir vegna brjóskloss mun styttri tíma en áður. Aðgerð sem tók lungann úr degi fyrir aldarfjórðungi er nú afstaðin eftir um það bil hálftíma. Aron Björnsson er lengst til vinstri á myndinni. MYNDIR/LSH Brjósklos er það fyrirbæri kallað þegar hlaupkenndur kjarni liðþófa þrýstir á hringinn utan um með þeirri afleiðingu að hann annað- hvort bungar út eða sprungur koma í hann. Þar með veldur hann gjarn- an þrýstingi á taugarnar sem ganga út úr hryggjarliðunum og getur ástandið haft veruleg óþægindi í för með sér. Það er því ekki alls kostar rétt að tala um brjósk los því brjósk- ið losnar í raun ekki. ➜ HVAÐ ER BRJÓSKLOS? STÆKKAÐ Á SKJÁ Aron horfir í smásjána en skjárinn á veggnum er fyrir aðstoðarfólkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.