Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 94
86 13. desember 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 NÝJU JÓLASVEINARNIR LÁRÉTT 2. óskar, 6. í röð, 8. fugl, 9. ögn, 11. skóli, 12. afþíða, 14. aldin, 16. í röð, 17. sjór, 18. uppistaða, 20. gjaldmiðill, 21. innileikur. LÓÐRÉTT 1. hæfileiki, 3. 49, 4. klapp, 5. tækifæri, 7. skellinaðra, 10. persónufornafn, 13. er, 15. murra, 16. strá, 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. vill, 6. áb, 8. lóa, 9. fis, 11. fg, 12. afísa, 14. hnetu, 16. íj, 17. mar, 18. lón, 20. kr, 21. alúð. LÓÐRÉTT: 1. gáfa, 3. il, 4. lófatak, 5. lag, 7. bifhjól, 10. sín, 13. sem, 15. urra, 16. íla, 19. nú. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Gæludýrin eftir Braga Ólafsson. 2. Þau eru æt. 3. Coventry á Englandi, HSV í Þýskalandi og hollensku félögin AZ Alkmaar og Heerenveen. „Ég hef ekkert um þetta að segja,“ segir Halldór Gylfason. „Það er bara „no comment“,“ bætir hann við og skellir á blaðamann augljóslega í fúlu skapi eftir að hafa tapað fyrir Þjóðleikhúsinu í árlegum knatt- spyrnuleik leikhúsanna á mánudag- inn síðasta. Liðsmenn Þjóðleikhússins voru hins vegar sigureifir enda ekki á hverjum degi sem þeir bera sigur- orð af andstæðingum sínum. „Þetta var mikil barátta, enginn slasaðist og við unnum. Maður getur bara ekki verið sátt- ari,“ segir Björn Hlynur Haraldsson sem stjórnaði miðju Þjóðleikhússins af mikilli festu. Björn segir þá hafa klúðrað töluverðum fjölda af dauða- færum og því hafi sigurinn verið sanngjarn þegar upp var staðið. Töluverð barátta einkenndi leik leik- húsanna og eitthvað var um leikara- skap. Menn gengu vasklega fram og þurfti Halldór meðal annars að fara út af um miðjan leik eftir að hann fór að kenna sér meins. Halldór sleit hásin í leik þessara fornu fjand- manna fyrir tveimur árum og var því að snúa aftur eftir þau meiðsl. Hann kenndi sér einhvers meins en ekki er vitað á þessu stigi málsins hvort það sé alvarlegt. Annars fór leikurinn þannig að Þjóðleikhúsið náði að skora fimm mörk en Borgarleikhúsið fjögur. Maður leiksins var valinn Vignir Rafn Valþórsson en klúðrari starfs- bróðir hans úr Þjóðleikhúsinu, Þórir Sæmundsson. - fgg Þjóðleikhúsið hafði sigur í nágrannaslag „Það er allt í góðu með mig. Ég lenti í bílslysi klukkan hálf ellefu í morgun. [Í gær.] Það var keyrt á mig eða á bílinn minn. En þetta var smávægilegt og mér að kenna,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður í samtali við Fréttablaðið. Á degi Íslenskrar tónlistar, sem tileinkaður var minningu Rúnars Júlíussonar sem borinn var til grafar þann sama dag, var haldin samverustund á vegum Samtóns í Þjóðleikhúskjallaranum í hádeg- inu í gær. Þar kom KK fram og flutti lagið „Angel“ en áður en til þess kom sagðist hann ekkert eiga að vera staddur á sviði Þjóðleikhú- skjallarans. En hann hefði fengið símtal frá Jakobi Frímanni Magn- ússyni, formanni Samtóns, með engum fyrirvara sem fór þess á leit við hann að hann kæmi og flytti eitt lag. KK sagðist ekki kunna neitt með Hljómum eða Rúnari, bara KK-lög, en Jakob sagði það ekki neinu máli skipta. Gunnar hefði lent í bílslysi og það yrði einhver að hlaupa í skarðið. „Svo kom ég hingað og fyrsti mað- urinn sem ég mætti var Gunnar,“ sagði KK undrandi. Gunnar lét slysið sem sagt ekki á sig fá og mætti til að heiðra samkomuna og minningu vinar síns og félaga um áratugi meðal annars í hljómsveit- unum Hljómum og Trúbroti. Gunn- ar segir það sérkennilegt að hafa lent í bílslysi á þessum degi Rún- ars. Hann flutti svo lag eftir Rúnar, Tasko tostada sem Hljóm- ar sungu inn á plötu fyrir þrjátíu árum eða svo, með glæsibrag. „Þetta er eitt besta lagið hans,“ segir Gunnar. - jbg/ sjá einnig síðu 76 Gunni Þórðar í bílslysi GUNNAR ÞÓRÐARSON Flytur lag Rúnars Tasko tostada sem hann segir eitt besta lag félaga síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Lalli Weld var annar, með gráa hausinn sinn. - Hann skreið ofan úr gili og skauzt í bankann inn. Hann fékk margar millur, - fyrir að taka að sér djobb, Svo fór allt á hausinn, - þá þýddi ekkert grobb. „Þetta er mekka fótboltans er það ekki? Það er mikill heiður að verða boðið þetta,“ segir sópran- söngkonan Björg Þórhallsdóttir. Henni hefur verið boðið að syngja einkennissöng enska knattspyrnu- liðsins Liverpool, You´ll Never Walk Alone, á heimavelli liðsins, Anfield, á næsta ári. Einnig stend- ur til að hún snæði kvöldverð með spænska knattspyrnustjóranum Rafael Benitez eftir leikinn. Boðið kom í kjölfar heimsóknar Bjargar í útvarpsþátt BBC í Liver- pool þar sem hennar útgáfa af lag- inu var spiluð við frábærar undir- tektir eins og Fréttablaðið hefur áður sagt frá. Skömmu eftir við- talið söng hún síðan á norrænu menningarhátíðinni NICE08 þar sem fullt var út úr dyrum. „Þetta er náttúrulega þjóðsöng- urinn þeirra. Þeir hafa gjörsam- lega fallið fyrir þessu enda er víst búið að spila þetta á hverju ein- asta kvöldi síðustu þrjár vikur síðan ég var þarna og alltaf verið að spyrja um þetta,“ segir Björg, sem mun að öllum líkindum stíga fæti á Anfield í lok nóvember. You´ll Never Walk Alone er að finna á plötu Bjargar, Gullperlur, sem kom út fyrir síðustu jól og til- einkaði hún bróður sínum, þing- manninum Höskuldi Þórhallssyni, lagið enda er hann eldheitur stuðningsmaður Liverpool. Hopp- aði hann því hæð sína þegar stóra systir fékk þetta óvænta boð og að sjálfsögðu ætlar hann á völlinn. „Ef það er einhvern tímann tilefni til að fara þá er það í þetta sinn,“ segir hann og er strax farinn að hlakka til. „Mér heyrist líka á þeim vinum sem ég hef heyrt í að menn séu til í að skoða það mjög alvarlega að koma með.“ Spurður hvort hann ætli ekki að syngja með systur sinni segir hann: „Jú, ekki í míkrafóninn en ég mun taka undir enda kann ég lagið.“ Björg hefur einnig verið aðdá- andi Liverpool síðan hún var lítil stelpa. „En ég þurfti að halda því leyndu þegar ég bjó í Manchester í þrjú ár. Þegar United vann þrennuna 1999 varð ég að láta sem ég væri mjög hrifin af þeim,“ segir hún og er ekkert smeyk við að syngja fyrir framan 45 þúsund manns á Anfield. „Þetta er bara eins og hver önnur vinna en það er samt óneitanlega stórkostlegt að fá að syngja þetta fallega lag fyrir svona marga.“ freyr@frettabladid.is BJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR: SYNGUR Á ANFIELD, HEIMAVELLI LIVERPOOL: SYSTKINI SAMEINAST Í YOU´LL NEVER WALK ALONE SAMRÝMD SYSTKINI Systkinin Björg og Þórhallur syngja You´ll Never Walk Alone á Anfield Road í Liverpool á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KLÚÐRARI Þórir Sæmunds- son fékk þá vafasömu nafnbót að vera klúðrari leiksins. HUNDFÚLL Halldór Gylfason vildi helst ekkert tjá sig um leik- inn og var hundfúll yfir tapinu. Einar Bárðarson, sem nefndur hefur verið umboðsmaður Íslands, ekki síst fyrir þann hæfileika að eiga auðvelt með að koma málum á framfæri og á skrið, er með ýmsa hópa á sínum snærum sem fá reglulega skilaboð frá honum um eitt og annað. En hugsanlega hefur hópunum eitthvað slegið saman því einn vel vinstri sinnaður fékk SMS-skeyti frá Einari á fimmtudag þar sem boðaður var laugardags- fundur á „Hótel Selfoss fyrir Sjálfstæðisflokk“. Þar verða engar ræður, bara snörp innlegg allra og … „staða mála reifuð. Okkur vantar þitt innlegg. Láttu þetta ganga á góða aðila.“ Ljósmyndarinn Spessi boðar nú til sinnar hefðbundnu friðarmáltíðar en við það tækifæri kemur bossa- nova hljómsveitin Ife Tolention fram ásamt kærustu- parinu Ágústu Evu Erlendsdóttur og Óskari Guðjónssyni en trommarinn er ófundinn að sögn Spessa. Boðið er upp á fjögurra rétta mat- seðil að ítölskum hætti á Pisa í Lækjargötu. Árni Johnsen er hvergi nærri af baki dottinn þótt stundum pusi aðeins á bátinn. Þannig eru þeir í bæjarstjórn Vestmannaeyja nú að fjalla um mál þar sem Árni sækir um byggingarleyfi fyrir geymslu- og vinnustofu í landi Höfðabóls. En þessar framkvæmdir eiga að verða sam- kvæmt teikningum Páls Zóphóníasar- sonar. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.