Fréttablaðið - 24.12.2008, Side 33

Fréttablaðið - 24.12.2008, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 7kirkjan ● fréttablaðið ● Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og organisti Hallgrímskirkju, Hörður Áskelsson, er upptek- inn maður í desember. Meðal annars verður hann með stór- tónleika á nýársdag þar sem hann flytur Messías eftir Händ- el ásamt kór og hljómsveit. Hörður Áskelsson, organisti í Hallgrímskirkju og söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar, býr meira og minna í kirkjunni um jólin. „Jólin eru einn af stórum hápunkt- um í starfi organistans á hverju ári,“ segir hann og finnst gleðilegt hversu mikið framboðið af tónlist hefur aukist í kirkjum á aðvent- unni hin síðari ár. „Ég kom til starfa í Hallgríms- kirkju árið 1982 og hef starf- að óslitið síðan þá. Þá var nánast ekkert um að vera á aðventunni í tónlistarlífinu nema aðventu- kvöld sem var samkoma á fyrsta sunnudag í aðventu,“ lýsir Hörð- ur en tónleikahald í kirkjum hefur farið ört vaxandi síðan þá. „Þessi jól sláum við sennilega öll okkar fyrri met,“ segir Hörður, sem er einnig kórstjóri Mótettukórsins og Schola cantorum. Fyrir utan alla venjubundna jólatónleika kóranna og söng í öllum jólamessum ætlar Hörður að flytja stórvirkið Messías eftir Friedrich Händel á nýársdag. „Á þeim degi höfum við aldrei hald- ið tónleika og ég held að það séu varla dæmi þess að haldnir hafi verið tónleikar þennan dag á Ís- landi,“ segir Hörður en tekur fram að nýárstónleikar séu algengir og mjög vinsælir í menningarlöndum Evrópu. Ástæða þess að brugðið verð- ur á þessa nýbreytni nú er að á næsta ári verður haldið upp á 250 ára ártíð Händels um allan heim. „Okkur fannst við ekki geta gert það flottar á Íslandi en að flytja sjálfan Messías, hans frægasta verk, á nýársdag,“ segir Hörður en það er Schola cantorum sem syngur ásamt fjórum einsöngv ur- um og átján manna hljómsveit erlendra hljóðfæraleikara spil- ar undir á upprunaleg hljóðfæri. Hörður tekur fram að ákvörðun- in um tónleikana hafi verið tekin fyrir kreppu og vissulega sé þetta ekki áhlaupaverk að fá til liðs við sig erlenda söngvara og hljóm- sveit. „En við tókum slaginn,“ segir hann. Tónleikarnir verða klukkan 17 á nýársdag og endur- teknir 3. janúar. Hörður telur ótvírætt að tónlist- in og kórastarfið auki veg kirkj- unnar. Mikill fjöldi fólks starf- ar í kirkjukórum landsins en ný- lega voru teknar saman tölur um hve margt það er. „Okkur sýnist þetta vera hátt í tvö þúsund manns og þá eru ekki taldir með barna- kórar og aðrir kórar sem koma fram,“ segir hann. Í Hallgríms- kirkju skiptast kórar á að syngja en í sumum kirkjum syngur sami kórinn í öllum messum yfir jólin. Þetta er vissulega mikið starf og vaknar þá sú spurning hvað fólk fái út úr þessu. „Menn fá vissu- lega ánægju út úr þessu. Það er mjög þakklát tilfinning að þjóna öðrum, sérstaklega á jólum þegar flestir koma til messu.“ Hörður hlakkar til að verja tíma sínum í Hallgrímskirkju um jólin. „Það hefur verið ólíft í kirkj- unni síðustu mánuði vegna fram- kvæmda en þar hefur heill her af iðnaðarmönnum verið utan á kirkjunni með loftpressur frá morgni og fram á kvöld. En nú skellur á friður fram yfir áramót,“ segir Hörður sem eyðir jólunum á annan hátt en flestir aðrir. „Á jóla- nótt er ég búin að vera í tveim- ur messum. Þegar ég kem heim um nóttina förum við fyrst að taka upp gjafir og erum að því til fjögur hálf fimm, og það er alveg yndislegt.“ - sg Tónlistin og kórastarfið eykur veg kirkjunnar Hörður Áskelsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar býr nánast í kirkjunni yfir hátíðarn- ar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það er mjög hátíðlegt að syngja á jólunum og mikil tilhlökkun sem því fylgir,“ segir Björg Sigurðar- dóttir, sem hefur sungið í Mótettu- kór Hallgrímskirkju í tíu ár. Hluti af starfi kórsins er að syngja í jólamessum í kirkjunni. „Það krefst að sjálfsögðu skipulags og hefur áhrif á fjölskylduna sem þarf stundum að hliðra til jóla- matnum,“ útskýrir hún. Mótettukórinn er það fjölmenn- ur að aðeins helmingur kórs- ins syngur í einu í jólamessun- um. Björg þarf því ekki að standa vaktina alla helgidagana. „Í þetta sinn er ég bara að syngja á jóladag og gamlárskvöld,“ segir hún og er fjölskyldan glöð yfir því. Þegar maður er með börn er voðalega gott að geta borðað klukkan sex á aðfangadagskvöld,“ segir Björg en fjölskylda henn- ar hefur fengið sinn skerf af jóla- söng síðastliðin tuttugu ár. „Pabbi var í kórnum í tuttugu ár og bróð- ir minn var líka í honum áður en hann flutti til útlanda. Þannig að mamma hefur þurft að hliðra til fyrir okkur hin.“ Björg segist stundum fá gæsa- húð þegar hún syngur á aðfanga- dag í troðfullri kirkju en einnig sé mjög skemmtilegt að syngja í mið- næturmessum á þeim degi. „Síðan er mun afslappaðra að syngja á jóladag enda mun færri í kirkj- unni þá.“ Innt eftir uppáhaldsjólalagi sem sungið er í kirkjunni nefnir Björg lagið Nóttin var sú ágæt ein og Fögur er foldin. „Svo er auðvit- að hápunkturinn að syngja Heims um ból á jólunum sjálfum.“ - sg Hátíðlegt að syngja í messu á aðfangadag Björg Sigurðardóttir hefur sungið með Mótettukórnum í tíu ár. Hún hefur því sungið í ófáum jólamessum um árin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Við hittum þær Urði, Áróru og Emilíu Bergsdætur á æfingu í Bú- staðakirkju. Þar eru saman komn- ir allir barna- og unglingakór- ar kirkjunnar og því fjöldi barna hlaupandi um í mismunandi bún- ingum. Verið er að æfa fyrir jóla- messu biskupsins. Finnst ykkur skemmtilegt að syngja? Þær eru fljótar til svars og kinka allar kolli. „Alveg rosa- lega gaman,“ segir Urður, sem er elst þeirra systra, 13 ára, og syng- ur í kammerkórnum. Hún hefur sungið alla sína tíð og verið í næstum öllum kórum sem standa til boða í Bústaðakirkju, barna-, stúlkna- og kammerkór. Áróra er í miðið, tíu ára, og syngur í stúlknakórnum en Emil- ía litla fimm ára er eins og engill, enda syngur hún í englakór. „Ég er líka að æfa á flautu og bjöllur,“ upplýsir Áróra og Urður segist líka hafa verið að spila á bjöllur lengi vel en í Bústaða- kirkju starfar vel þekktur bjöllu- kór. Emilía ætlar alltaf að vera í kór. En eru mamma og pabbi líka að syngja? „Nei,“ segja þær og flissa. „Eða jú, pabbi syngur, hann er leikari,“ útskýrir Urður. „Þannig að þið hafið þetta frá honum,“ spyr blaðamaður. „Já,“ segja þær Urður og Áróra en litla skottið Emilía segir kokhraust: „Ekki ég.“ Urði þykir skemmtilegt að syngja íslensk rödduð lög en yngri stelpurnar eru hrifnari af jóla- lögunum. „Við ætlum að syngja heims um ból, í Betlehem er barn oss fætt og Ljóss barn,“ upplýsir Urður. Stúlkurnar búa örstutt frá kirkjunni og því stutt fyrir þær að hlaupa á æfingar. Yfir hátíðarnar eru þær mikið í kirkjunni við söng. Þó ekki á aðfangadag. „Nei, það væri ekki gaman,“ hvíslar Áróra og Urður segir þær yfirleitt bara vera heima á aðfangadag. Emilía hlakkar mikið til jólanna og spurð að því hvað hana langar í kemur í ljós að Babyborn-vagn og Dórudót er efst á óskalistanum. - sg Þrjár syngjandi systur Áróra er í stúlknakórnum, Urður í kammerkórnum og Emilía litla, fimm ára, í engla- kórnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.