Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 38
Jóhann Sveinsson kokkur, hjá fyrir-tækinu Kryddi og
kavíar, tók vel í hug-
myndina um að töfra
fram nokkra heilsusam-
lega rétti fyrir lesendur
Fréttablaðsins. „Mig
munar ekkert um að elda
fyrir þúsund manns,“
segir Jóhann glaðlega
sem hefur kokkað í
mötuneytum í rúman
áratug.
Þegar hann er inntur
eftir því hvað honum
þyki sjálfum best að elda
og borða nefnir hann lax
sem honum þykir bæði
góður á bragðið og auð-
veldur í eldun. Hann
segir í raun alla réttina
sem eru hér á síðunni
mjög auðvelda í gerð auk
þess sem þeir séu ein-
staklega hollir og góðir.
Krydd og kavíar hefur
verið starfrækt í níu ár.
Garðar Agnarsson hefur
verið þar við stjórnvölinn
frá upphafi. Fyrirtækið
sinnir aðallega fyrir-
tækjum og mötuneytum
en í dag borða starfs-
menn um tuttugu fyrir-
tækja víðs vegar á höfuð-
borgarsvæðinu mat frá
Kryddi og kavíar í
hádeginu.
„Framleiðslan fer öll
fram í eldhúsi okkar á
Smiðshöfða en maturinn
er fulleldaður á hverjum
stað fyrir sig,“ segir
Garðar en lögð er sér-
stök áhersla á gott og
ferskt hráefni. „Við
reynum einnig að draga
úr öllu sem heitir við-
bætt fita, við viljum að
maturinn sé hollur og
hugsum mikið á sam-
setningu hans,“ segir
Garðar.
En hvað ætli sé vin-
sælast í mötuneytunum í
dag? „Á miðvikudögum
erum við með grænmetis-
rétt og það eru mjög
stórir dagar, þá er ný
soðin ýsa mjög vinsæl og
lasanja í þriðja sæti,“
segir Garðar og bætir
við að þeir hjá Kryddi og
kavíar séu ekkert að
flækja hlutina. - sg
Léttir og hollir
Jóhann Sveinsson kokkur hjá Kryddi og kavíarhefur lítið
fyrir því að kokka fyrir þúsund manns.
Grillsteiktur lax
með cous-cous.
Bakaður
þorskhnakki.
hvunndagsréttir
Fyrirtækið Krydd og kavíar þjónustar yfir tuttugu mötuneyti víðs vegar á höfuð-
borgarsvæðinu. Þar er lögð áhersla á hollustu og fersk hráefni höfð í fyrirrúmi.
Ferskt og gott