Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 2
2 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR FÓLK „Það er ekki beint burðugt á okkur ástandið núna. Við eigum enga peninga, engin föt og þar fram eftir götunum. En svona er lífið. Helst af öllu viljum við finna köttinn okkar, hann Ingólf, aftur, en honum týndum við í öllum látun- um þegar eldurinn kom upp,“ segir Phillip Krah, sem ásamt Maju Fei- erabend, unnustu sinni, og Mark Hymøller, vini þeirra, leigðu íbúð í húsi við Klapparstíg sem varð eldi að bráð aðfaranótt 16. janúar síðast- liðinn. Þau höfðu flutt inn í íbúðina fjórum dögum fyrir eldsvoðann. Þremenningarnir búa þessa dag- ana á gistiheimili Hjálpræðishers- ins, en þar fengu þau einnig inni fyrsta mánuðinn eftir að þau flutt- ust til Íslands í byrjun október. Í millitíðinni störfuðu þau Phillip og Maja á sveitabýli nálægt Selfossi, en nú vinna þau öll á veitingastöð- um í höfuðborginni. Að sögn Phillips hafði parið und- irbúið flutninginn hingað til lands í rúmt ár, en þau ólust bæði upp í litlu þorpi nálægt borginni Hild- burghausen í miðhluta Þýskalands. Mark á hins vegar rætur sínar að rekja til Sønderborg í Danmörku. „Það hafði lengi verið draumur okkar að búa á Íslandi. Þetta er frá- bært land og náttúrufegurðin ein- stök. Svo kunnum við vel að meta íslenska popptónlist og það minnk- aði ekki löngunina,“ segir Phillip og hlær. Hann viðurkennir að hafa orðið lafhræddur þegar hann var vak- inn og sagt að eldur væri laus í húsinu. „Við höfðum rétt svo tíma til að grípa vegabréfin okkar og svo þurftum við að hlaupa út úr húsinu. Allt sem við áttum brann, líka reiðufé sem við höfðum feng- ið í laun frá veitingastaðnum, því við höfðum ekki stofnað banka- reikning á þeim tíma. Nú er bara að vona að hagur okkar vænkist á næstunni.“ Kettinum Ingólfi kynntist Phill- ip og Maja á sveitabýlinu þar sem þau unnu og tóku hann með sér til Reykjavíkur. „Okkur fannst svalt að nefna þennan frábæra kött eftir manninum sem fyrst settist að á Íslandi. Hann fannst ekki eftir brunann og við erum viss um að hann er enn á lífi. Við söknum hans mjög mikið og vonum að hann finn- ist sem allra fyrst,“ segir Phillip, og biður lesendur sem gætu hafa orðið varir við Ingólf að hafa sam- band í síma 862-9498. kjartan@frettabladid.is Sakna Ingólfs mest Ungt par frá Þýskalandi og danskur vinur þeirra leigðu íbúð í húsinu við Klapparstíg sem varð eldi að bráð á dögunum. Þau búa nú á gistiheimili Hjálp- ræðishersins. Þau segjast helst sakna Ingólfs, kattar sem týndist í brunanum. BANDARÍKIN, AP Fyrsti dagur Baracks Obama í emb- ætti Bandaríkjaforseta var annasamur. Hann kall- aði saman helstu ráðgjafa sína í bæði efnahagsmál- um og hermálum til að fjalla um þau erfiðu verkefni, sem blasa við strax í byrjun embættistíðar hans. Fyrsta ákvörðun Obama í embætti var reyndar tekin strax á þriðjudaginn, þegar hann bað dómara í sérdómstólum Bandaríkjahers á Kúbu um að fresta öllum réttarhöldum yfir föngunum í herstöð Banda- ríkjanna við Guantánamo-flóa í 120 daga. Sá tími verður væntanlega notaður til að koma málefnum þessara fanga í aðra farvegi. Frestunin „hefur í raun þau áhrif að stöðva rétt- arhöldin, líklega fyrir fullt og allt“, sagði William Kuebler, lögmaður eins fanganna. Aðstandendur sumra fórnarlamba hryðjuverkanna 11. september sögðust andvígir allri frestun á réttar- höldunum, en mannréttindasamtök fögnuðu þessu. Í gær bárust síðan fréttir af því að Obama hefði í hyggju að loka þessum umdeildu fangabúðum innan árs. Strax í gærmorgun hringdi Obama í Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, til að lýsa yfir ein- dregnum vilja sínum til að vinna að friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Síðar um daginn hringdi hann í Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, í sömu erinda- gjörðum. - gb Barack Obama lét hendur standa fram úr ermum fyrsta daginn í embætti: Guantánamo lokað innan árs BÆNASTUND Í DÓMKIRKJU Samkvæmt venju var eitt fyrsta verk Obama í embætti að mæta í bænastund ásamt Joe Biden varaforseta, eiginkonum þeirra beggja og Bill og Hillary Clinton. FRÉTTABLAÐIÐ/AP flugfelag.is Burt úr bænum Hópaferðir fyrir öll tilefni Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK ERFITT ÁSTAND Þau Phillip, Maja og Mark misstu allt sem þau höfðu með sér til Íslands í brunanum á Klapparstíg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÁRT SAKNAÐ Kötturinn Ingólfur er sex mánaða gamall, með hvítar loppur og hvítan blett á hálsinum. NEYTENDUR Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur undirritað reglugerð um hámarksfjárhæð inn- heimtukostnaðar. Hingað til hefur ekki verið þak á þeirri upphæð sem innheimtufyrirtæki, til dæmis Intrum eða Momentum, hafa getað sett á innheimtu sína. „Þetta er langþráður áfangi og þetta baráttuatriði ýmissa forvera minna næst loks í gegn. Það er sér- staklega mikilvægt í því árferði sem nú er. Það þekkja það margir að lágar skuldir detta í innheimtu og við það hafa tugir þúsunda bæst ofan á upphæðina. Nú er komið hámark á þessa upphæð,“ segir Björgvin. „Þetta er réttarbót fyrir neytendur og skjól gagnvart fólki.“ Samkvæmt reglugerðinni má aðeins taka 900 krónur fyrir skyldu- bundna innheimtuviðvörun frá inn- heimtuaðila, eftir gjalddaga kröfu. Mismunandi upphæðir má leggja á önnur milliinnheimtubréf; allt frá 1.250 krónum til 5.500 fyrir hærri kröfur. Samkvæmt lögunum á skuldari rétt á að fá innheimtuviðvörun gegn vægu gjaldi eftir gjalddaga. Því má ekki lengur hefja löginnheimtu, til dæmis með greiðsluviðvörun með háum kostnaði, strax eftir að krafa er komin í vanskil. Reglugerðin tekur gildi 1. febrú- ar. - kóp Viðskiptaráðherra setur reglugerð varðandi milliinnheimtu: Þak sett á innheimtukostnað BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Hefur undir- ritað reglugerð um hámark á innheimtu- kostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi í Hér- aðsdómi Suðurlands fyrir að svipta unnustu sína frelsi, ráðast á hana og nauðga henni. Níu mán- uðir voru skilorðsbundnir. Hann var ákærður fyrir að fara inn í íbúð þar sem hún var gestkomandi, toga hana út úr íbúðinni og inn í bíl sem hann ók síðan á brott. Síðan misþyrmdi hann konunni með ýmsum hætti, dró hana meðal annars á hárinu eftir möl og gangstétt, upp stiga og inn í íbúð hennar. Þar veittist hann enn að henni með líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hann á að greiða konunni rúm- lega 600 þúsund í skaðabætur. - jss Eins árs fangelsi: Misþyrmingar og nauðgun EVRÓPUMÁL Framkvæmdastjórn ESB hefur boðið sjávarútvegs- ráðuneytinu að skipa íslenskan fulltrúa til að taka þátt í endur- skoðun sameig- inlegrar sjáv- arútvegsstefnu sambandsins. Þetta kom fram í máli Michaels Köhler, hátt- setts fulltrúa á skrifstofu Joe Borg sem fer með sjávarút- vegsmál í fram- kvæmdastjórninni, á málfundi um sjávarútvegsstefnu ESB og Ísland sem haldinn var á vegum Háskólans á Bifröst á Grand Hótel í gær. Svonefnd „grænbók“ um næstu endurskoðun stefnunnar á að koma út í apríl. Köhler sagði að framkvæmdastjórnin vildi að fulltrúi frá Íslandi tæki þátt í þessu endurskoðunarstarfi. - aa Sjávarútvegsstefna ESB: Ísland leggi end- urskoðun lið MICHAEL KÖHLER Kristín, eru þetta góð teikn? „Já, það eru ýmis teikn á lofti.“ Kristín Ragna Gunnarsdóttir teiknari hlaut Dimmalimm, íslensku myndskreytiverð- launin, fyrir myndskreytingu bókarinnar Örlög guðanna. STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, er væntanleg til landsins nú í vikulokin. Ingibjörg hefur undanfarna viku dvalist á Karólínska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi. Þar gekkst hún undir aðgerð þar sem sýni voru tekin vegna heilaæxlis og hluti þess jafnframt fjarlægð- ur. Í tilkynningu frá Samfylk- ingunni er aðgerðin sögð hafa heppnast vel. Ingibjörg verður lögð inn á Landspítalann þar sem læknar munu taka ákvörðun um fram- hald á meðferð hennar. - hhs Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Kemur heim í lok vikunnar Vopnað rán í Lyfju Karlmaður vopnaður eggvopni framdi rán í Lyfju í Lágmúla laust fyrir klukk- an 20 í gærkvöldi. Maðurinn ógnaði starfsfólki og hafði á brott með sér lyf. Lögreglan leitar mannsins. LÖGREGLUFRÉTTIR AFGANISTAN, AP Stjórnvöld í Afgan- istan vilja fá að ráða meiru um starfsemi herliðs Atlantshafs- bandalagsins í landinu. Afganistanstjórn hefur sent NATO drög að samkomulagi, sem felur í sér að hún þurfi að sam- þykkja starfsreglur, fjölda og staðsetningu NATO-hermanna í landinu. Hamid Karzai, forseti Afgan- istans, ítrekaði í gær gagnrýni sína á Bandaríkin og önnur her- veldi, sem hafa herlið í Afgan- istan, fyrir að hafa ekki hætt loftárásum á almenning í land- inu, eins og hann hefur krafist. Hann ítrekaði jafnframt að sigur gæti aldrei unnist án stuðnings almennings. - gb Stjórnvöld í Afganistan: Vilja hafa meiri áhrif á herliðin HAMID KARZAI Gagnrýndi herlið Vestur- landa við þingsetningu í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Konur flykkjast í lögregluna Nokkur tímamót verða í Svíþjóð í mars þegar konur verða í fyrsta sinn fleiri en karlar í lögregluskóla lands- ins. Alls hefur 81 kona og 77 karlar skráð sig til náms. SVÍÞJÓÐ SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.