Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 15

Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 15
FIMMTUDAGUR 22. janúar 2009 15 vinnu tæki í nokkrum löndum. Í desem- ber á síðasta ári stofnaði Thorkil sjóð sem nú rekur fyrirtækið og hann ætlar að einbeita sér að því að kynna verkefnið. Hann hitti einmitt fulltrúa viðskiptalífsins í stuttri heimsókn hér á landi en hingað er hann kominn líka til þess að sjá myndina Sólskinsdrengur- inn sem hann kemur fram í. Sonur Thorkils er í dag tólf ára, afburðanámsmaður með mjög gott minni, hann er í sérskóla en sækir stærðfræði- og ensku- kennslu í almennum skóla, hann þolir illa áreiti á skilningarvitin, ljós til dæmis og er viðkvæmur fyrir fötum og eins og margir ein- hverfir á hann á í erfiðleikum með félagsfærni. Hvernig skyldi faðir hans sjá framtíð Lars núna? „Lars er að minnsta kosti strax farinn að tala um spenntur þegar hann fer að vinna hjá Specialister- ne,“ segir Thorkil og hlær en bætir við að markmiðið sé auðvitað ekki að allir einhverfir vinni hjá fyr- irtæki á borð við Specialisterne heldur að fyrirtæki geri sér grein fyrir að það sé hægt að nýta starfs- krafta og hæfileika einhverfra við sérstök verkefni. sigridur@frettabladid.is Gunnar Einar Steingrímsson var vígður til djákna 4. janúar síðast- liðinn og var þar með kominn í hóp fjögurra karlmanna sem gegna slíku starfi hér á landi. Alls eru djáknarnir 38 talsins. Hann vígðist til Grafarvogs- kirkju í Reykjavík og annast barna- og unglingastarf þar. „Það má segja að þetta sé ný stétt,“ segir Gunnar Einar. „En djákna- starfið skiptist í það sem við köll- um kærleiksþjónustu og síðan fræðslustarf.“ Þegar minnst er á djákna dettur eflaust mörg- um í hug sá á Myrká en hvernig má þá vera að djáknar skipi nýja stétt? „Hann var eiginlega eins og hringjari þannig að þótt titill- inn sé sá sami er starfssviðið gjör- ólíkt.“ Djáknafélagið var stofnað árið 1995 og djáknanám hófst við guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1993. Orðið djákni er dregið af gríska orðinu „diakonos“ sem þýðir þjónn og segir Gunnar Einar fara vel á því. Aðspurður hvort börnin og unglingarnir sem hann „þjónar“ spyrji mikið um kollega hans á Myrká segir hann: „Það eru sumir sem kannast við söguna en fáir sem hafa orð á þessu. Eflaust af ótta við að styggja nývígða djákn- ann,“ segir hann og hlær við. - jse Aðeins fjórir af 38 starfandi djáknum landsins eru karlmenn: Minnast lítt á þann frá Myrká ■ Áhugamenn um Excel vita kannski ekki allir að ef reitur er skilgreindur þannig í forritinu að hann geymi dagsetningu, og tölustafurinn núll því næst sleginn inn í reitinn, þá fæst dag- setningin 0.1.1900 (núllti janúar 1900). Auk þess heldur Excel að árið 1900 hafi verið hlaupár, sem það var ekki. Þetta rugl má nota til að finna út hversu margir dagar voru á 20. öldinni. Þá lætur notandinn eins og 20. öldin hafi byrjað í upphafi ársins 1900 og endað í lok ársins 1999, slær inn 31. desember 1999 og breytir því í tölu. Sú tala sýnir fjölda daga á 20. öld. FJÖLDI DAGA DJÁKNINN Í GRAFAR- VOGSKIRKJU Gunnar Einar Steingrímsson djákni segir starf djákn- ans snúast um þjónustu enda er orðið dregið af gríska orðinu „diakonos“ sem þýðir þjónn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M VIÐ SKIPTUM MÁLI *Vissir þú að allt að eitt prósent af fólki er á einhverfurófinu? *Vissir þú að margir sem eru á einhverfurófinu og þurfa að kljást við vandamál sem því fylgja fá ekki stuðninginn sem þeir þurfa vegna þekkingarskorts í samfé- laginu? Vissir þú að atvinnulífið þarf í auknum mæli lausnir á verkefnum sem krefjast sérfræðikunnáttu? Vissir þú að manneskja með einhverfu er sérfræðingur frá nátt- úrunnar hendi og þannig fyrirtaks viðbót við atvinnulífið? Tekið af vef Specialisterne, www.specialisterne.dk Kynntu þér úrræðin Starfsfólk Kaupþings aðstoðar þig við allt sem tengist fjármálum heimilisins og breyttum aðstæðum og leitar hentugra úrræða fyrir þig ef þarf. Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta í útibúi Kaupþings. ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 45 39 0 1/ 09 Fjármálaráðgjöf fyrir þig • Heimilisbókhald • Stöðumat • Netdreifing/útgjaldadreifing • Úrræði í greiðsluerfiðleikum • Sparnaðarleiðir • Lífeyris- og tryggingamál

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.