Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 27

Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 27
FIMMTUDAGUR 22. janúar 2009 3 M argir vonuðust eftir því að útsölur björg- uðu rekstrinum á annars afleitri árs- tíð sem er nú að enda í tísku- heiminum. En þrátt fyrir góða sölu í upphafi er þó alls ekki víst að niðurstöðurnar verði jákvæðar. Útsölurnar standa nefnilega yfir í fimm vikur og þótt byrjunin hafi verið góð þýðir það alls ekki að fram- haldið verði það sömuleiðis. Reyndar virðist sem allt loft sé farið úr útsölunum og búðirn- ar eru farnar að auglýsa aðra verðlækkun í gluggum. Sumar þá þriðju eins og Zara en þar eru vetrarvörurnar niðursett- ar í hverri viku. Spyrjum því að leikslokum. Sjaldan hefur eins mikið borið á vangaveltum í upp- hafi árs um hvernig árið verði fyrir fataiðnaðinn og ekki síður tískuheiminn. Tískuiðnaður- inn er vissulega mikilvægur hér í landi fyrir atvinnulífið þrátt fyrir aukna framleiðslu í Asíulöndum þar sem kostn- aður er miklu lægri. Nær allir spá fræðingarnir samdrætti en hönnuðir bregðast einnig við með því að bjóða upp á ódýrari varning eða nýjar tískulínur sem auka fjölbreytni í verði. Þrátt fyrir kreppu bjóða fataframleiðendur og tísku- hús auðvitað upp á nýja vor- og sumartísku. Hún er í nokkurri mótsögn við kreppuna, með gylltum og silfruðum litum og stórum áberandi fylgihlutum til dæmis úr málmi. Því stærri því betri. Lykilatriðið er að þeir séu í yfirstærð. Efnin eru létt og mikið um mússulín úr silki eða þá gerviefnum hjá ódýr- ari merkjum. Og stutt skal það vera, kannski til að spara efni og lækka verð. Hippablússan fræga í styttri eða lengri sídd verður ómissandi eins og síð- ustu misseri. Það er fleira hippalegt í sum- artískunni eins og víðu buxurn- ar með rassinum nærri því á milli hnjánna líkt og í ævintýri úr Þúsund og einni nótt. Míní- stuttbuxur eru áfram í tísku en aldrei styttri en nú. Viss- ara að hugsa fyrir sokkabux- um fyrir íslenskar aðstæður. Þær eru hins vegar ekki fyrir hvern sem er, vissara fyrir þær sem eru þéttari á velli að velja víðu buxurnar sem líkjast helst buxum sem hefur verið stolið frá kærastanum. Þrátt fyrir hina týpísku pastelliti sumars- ins er þó meira um sterka liti þetta árið í bleiku eða gulrauðu og ýmis munstur gleðja augað til dæmis indversk eða austur- lensk. Lykilatriði á komandi árs- tíð er að endurvinna og hlýtur að teljast til tíðinda. Nú þykir ekki hallærislegt að taka fram gömul föt, meira að segja Eng- landsdrotting gerir slíkt hið sama. Auðvitað reynir þar á góðan smekk hvers og eins og listina að blanda saman nýju og gömlu svo vel sé. Og víst kemur aftur vor þrátt fyrir böl og alheimskreppu. bergb75@free.fr Vorið kemur samt ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Frú Obama var glæsilega klædd við embættistöku eiginmanns síns á þriðjudag. Þess var beðið með eftirvæntingu að sjá hvaða föt yrðu fyrir valinu hjá hinni tískumeðvituðu Michelle Obama við embættistöku eigin- manns hennar, Baracks Obama, á þriðjudag. Hún valdi gullsleginn kjól og kápu í stíl eftir kúbverskættaða hönnuðinn Isabel Toledo þegar hann sór embættiseiðinn um dag- inn en fullkomnaði dressið með ólívugrænum hönskum frá versl- unarkeðjunni J. Crew og skóm frá Jimmy Choo. Um kvöldið klæddist hún hvítum síðkjól eftir Jason Wu frá Taívan. „Er konan mín ekki glæsileg?“ spurði Obama viðstadda. Forsetafrúin þykir hafa nokkuð unglegan stíl og virðist óhrædd við að blanda saman fjöldaframleidd- um fatnaði og hönnun- arflíkum. - ve Glæsileg í gylltu dressi Frúin í gullslegnum kjól og kápu í stíl. NORDICPHOTOS/GETTY • Jakkar • Úlpur • Ullarkápur • Dúnkápur • Vattkápur • Hattar • Húfur Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opnunartímar: mán.-föstud. 10-18 laugardaga 10-16 sunnudaga 12-16 ÚTSALA 10-50% afsláttur Yfi rhafnir kvenna í frábæru úrvali Gæða skór fyrir góða menn. Úrval af herramokkasíum úr leðri, skinnfóðraðir og á vönduðum sóla. Verð: 10.850.- 11.500.- 12.450.- Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Laugavegi 178 • Sími: 551 2070 Opið: mán - fös: 10 -18, lau 10 -14 www.misty.is LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646 20% afsláttur f öllum fatnað Opið virka daga frá 10-18 Leitið upplýsinga hjá sölufulltrúum; Jóna María 512 5473 Hugi 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.