Fréttablaðið - 22.01.2009, Page 49

Fréttablaðið - 22.01.2009, Page 49
FIMMTUDAGUR 22. janúar 2009 33 Indísveitin Who Knew er stödd í Berlín þar sem hún heldur tónleika á Roter Salon, sem er með vinsælli tónleikastöðum í borginni. Á meðal hljómsveita sem hafa spilað þar er hin breska Franz Ferdinand. Tónleikarnir verða haldnir á morgun undir yfir- skriftinni Icelandic Music Laboratory og stendur þýska kvikmyndagerðarkonan Wera Uschakowa fyrir þeim. Á síðasta ári spilaði trúbadorinn Siggi Ármann einmitt í Berlín fyrir tilstuðlan Weru, sem er mikill Íslandsvinur. Tengjast tónleikarnir verk- efninu 101 Berlín sem hefur verið starfrækt um nokkurt skeið í borginni. Who Knew, sem hefur verið starfandi í nokkur ár, er skipuð strákum í kringum tvítugt. Stefna þeir á útgáfu sinnar fyrstu plötu eftir einn til tvo mánuði en fyrst ætla þeir að spila í Berlín, sem verða fyrstu tónleikar þeirra erlendis. „Það er mikill spenningur og þetta er búið að vera rosagaman,“ segir hljóm- borðsleikarinn Matthías Sindri Jónsson, en sveit- in kom til Berlínar á sunnudag. Bætir hann við að Who Knew hafi fengið jákvæða umfjöllun í þýskum fjölmiðlum og nýlega fór sveitin í viðtal hjá einni af stærstu indí-útvarpsstöðvum Þýskalands, Motor FM. - fb Í fótspor Franz Ferdinand WHO KNEW Hljómsveitin Who Knew heldur tónleika í Roter Salon í Berlín á föstudag. Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam, Dave Grohl úr Foo Fighters og Norah Jones eru á meðal þeirra sem syngja á nýrri plötu til heiðurs enska tónlistarmann- inum Nick Drake. Platan kemur út hjá útgáfufyrir- tækinu Brushfire Records sem er í eigu Jack Johnson, sem mun einnig syngja á plötunni. Heimildarmynd um upptökurnar verður gefin út með plötunni á DVD-diski. Á honum verður einnig myndefni með hinum sáluga Heath Ledger þar sem hann syngur lag Drake, Black Eyed Dog. Drake var lítt þekktur þegar hann lést árið 1974 úr ofneyslu eiturlyfja aðeins 26 ára. Síðan þá hefur vegur hans vaxið jafnt og þétt. Heiðra Nick Drake Duffy og Coldplay fengu flestar tilnefningar til Brit-verðlaunanna sem verða afhent 18. febrúar í London. Fengu þær hvor um sig fjórar tilnefningar, þar á meðal fyrir bestu bresku plötuna árið 2008. Coldplay, sem gaf út plötuna Viva La Vida or Death and All His Friends, hafði áður hlot- ið sjö tilnefningar til Grammy- verðlaunanna sem verða einnig afhent í næsta mánuði. Duffy gaf á síðasta ári út sína fyrstu plötu, Rockferry, sem var sú söluhæsta í Bretlandi. Adele, Elbow og Scouting for Girls fengu þrjár tilnefningar hver á meðan Ting Tings, Radio- head, Girls Aloud og Estelle hlutu tvær. Sömu fimm hljómsveitirnar utan Bretlandseyja voru tilnefnd- ar sem besta alþjóðlega hljóm- sveitin og fyrir bestu plötuna, eða AC/DC, Fleet Foxes, The Killers, Kings of Leon og MGMT. Hljóm- sveitin Pet Shop Boys verður á athöfninni verð- launuð fyrir framlag sitt til tónlistar- heimsins. Coldplay og Duffy líkleg til sigurs Kira Kira, eða Kristín Björk Kristjánsdóttir, hóf í síðustu viku tónleikaferð um Evrópu. Ferðin stendur yfir til 7. febrúar og alls spilar Kira Kira á tuttugu tón- leikum, þar á meðal í Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi, Hollandi og Danmörku. Einnig er í bígerð tón- leikaferð um Bretland í apríl og um Austur-Evrópu í sumar. Kira Kira gaf út plötuna Our Map to the Monster Olympics síðasta sumar hjá Smekkleysu á Íslandi og í Japan og seldist fyrsta upplagið upp á skömmum tíma í Japan. Tónleikaferð um Evrópu KIRA KIRA Kira Kira er á tónleikaferð um Evrópu ásamt hljómsveit sinni. DUFFY Söng- konan Duffy hefur verið tilnefnd til fernra Brit- verð- launa, rétt eins og hljóm- sveitin Cold- play. Ú t s a l a Menn koma á Laugaveg 7 og Konur á Laugaveg 86-94. www.andersenlauth.com Herraverzlun, Laugavegi 7, Kvenverzlun, Laugavegi 86-94 e s t a b l i s h e d 1 9 3 4 Vorum að bæta við mikið af haustvörum á útsöluna !

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.