Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 62

Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 62
46 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. skraf, 6. úr hófi, 8. hyggja, 9. umrót, 11. ekki, 12. svölun, 14. gáleysi, 16. í röð, 17. mjög, 18. spreia, 20. frá, 21. stórra herbergja. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. ólæti, 4. rugla, 5. nágranni, 7. agndofa, 10. eyða, 13. líða vel, 15. fugl, 16. híbýli, 19. bor. LAUSN LÁRÉTT: 2. rabb, 6. of, 8. trú, 9. los, 11. ei, 12. fróun, 14. vangá, 16. hi, 17. all, 18. úða, 20. af, 21. sala. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. at, 4. brengla, 5. búi, 7. forviða, 10. sóa, 13. una, 15. álft, 16. hús, 19. al. „Flytja til útlanda? Ertu galinn? Ég er Íslendingur fram í fingur- góma,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsókn- arflokksins. Glæsilegt einbýlishús hans á Sel- fossi, 209 fermetrar auk bílskúrs á besta stað við Ölfusá, hefur nú verið sett á sölu. Fasteignamark- aðurinn lýsir húsinu sem einstöku, hiti í gólfum, glæsistofur þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja með fallegum arni. „Skáli er út af stofum. Afar fallegs útsýnis nýtur úr stofum og úr skála yfir Ölfusá og víðar“, og þannig má áfram telja: „Baðherbergi er stórt og með glugga, flísalagt í gólf og veggi og bæði með hornbaðkari með nuddi og gólf sturtu með gler- veggjum.“ Ekki er gefið upp verð á húsi Guðna en samkvæmt auglýs- ingu er fasteignamat þess rúmar 35 milljónir króna og brunabóta- mat rúmar 45 milljónir. Gera má ráð fyrir að væntanlegir kaupend- ur verði að reiða fram mun hærri upphæð fyrir þetta óðalssetur. Ljóst má vera að Guðni frá Brúnastöð- um hefur enginn kot- bóndi verið á Selfossi. Sjálfur vill hann lítt tjá sig um hvað valdi því að hann er nú að selja. „Allir í þessu samfélagi eru að hugsa um sín mál. En ég ætla ekkert að ræða það frekar við þig hvernig ég hagræði mínum eign- um,“ segir Guðni. Hann vill ekki heldur segja um hvað standi til með búsetu og hvar hún er nema menn geta treyst því að Guðni Ágústsson er ekki að flýja land. - jbg Guðni Ágústsson setur hús sitt á sölu GUÐNI ÁGÚSTS- SON Hugsar sér til hreyfings en er ekki að flýja land. „Það er ein matskeið lýsi, ein matskeið Omega 3, svo fæ ég mér stóra skál fulla af létt AB- mjólk og Kelloggs Bran Flakes. Þetta gefur mér orku og náttúru- lega trefjar. Svo hjálpar Omega 3 við að halda ónæmiskerfinu góðu og liðum og taugakerfinu í lagi.“ Sölvi Fannar Viðarsson einkaþjálfari. „Dagatölin eru inni á hverri ein- ustu skrifstofu hjá stelpunum hér og ríflega það – heima hjá þeim líka,“ segir Ólafur Jónsson sölu- og þjónustufulltrúa hjá Íslenska Gámafélaginu. Starfsmenn Gámafélagsins tóku sig til fyrir jólin og létu taka af sér erótískar myndir til að setja á dagatal sem gefið var út í tilefni nýs árs. Þar getur að líta karl- kyns starfsmenn fyrirtækisins bera að ofan og hina kynþokka- fyllstu. Að sögn Ólafs var daga- talið unnið af starfsmönnum og tók Sigurður Ástgeirsson áhuga- ljósmyndari myndirnar í desem- ber. Þá var frost en karlmennin í Gámafélaginu létu það ekki slá sig út af laginu nema síður væri. Reyndar kaus Ólafur, herra Júní, hlýju skrifstofu sinnar en er und- antekningin sem sannar regluna. „Þetta gekk svona prýðilega og enginn færðist undan því að sitja fyrir. Við hefðum getað gefið út margar útgáfur með mismunandi fyrirsætum og erum þegar farnir að skipuleggja næsta dagatal. Við erum búnir að skora á stelpurnar hér að toppa þetta en þær eru mjög ánægðar með þetta framtak.“ Starfsmenn Gámafélagsins eru um 230 og þar af um 15 konur, miklir kvenskörungar en dagatalið er tileinkað þeim. Ólafur segir ein- tóma gleði og hamingju í ruslinu. Ekkert vanti upp á það. „Hér er góður mórall. Toppurinn að vera í ruslinu. Við vorum einmitt að furða okkur á því hér nokkrir þegar nánast var haft í hótunum við mann af barnaskólakennur- um sem sögðu að ef menn lærðu ekki heima þá myndu þeir enda í ruslinu. Ég lærði ekki heima og sé ekki eftir því. Hvað eru margir atvinnulausir viðskiptafræðingar sem mæla göturnar,“ spyr Ólafur. jakob@frettabladid.is ÓLAFUR JÓNSSON: DJARFAR MYNDIR FYRIR STELPUR GÁMAFÉLAGSINS Karlkyns kyntákn í rusli KYNÞOKKAFULLUR ÓLAFUR Á SKRIFSTOFUNNI Starfsmenn Gámafélagsins létu framleiða dagatal fyrir 2009 og sátu sjálfir fyrir. GLÆSIHÚS Á BÖKKUM ÖLFUSÁR Einbýlishús Guðna er glæsilegt að allri gerð. STARFSMENN GÁMAFÉLAGSINS NAKTIR AÐ OFAN Ólafur Jónsson, sölu- og þjónustu- fulltrúi hjá Íslenska gámafélaginu, fór fyrir hópi karlkyns starfsmanna fyrirtækisins sem sátu fáklæddir fyrir á dagatali. Ólafur segir dagatalið tileinkað kvenkyns starfs- mönnum fyrirtækisins. Karlarnir hafi skorað á konurnar að toppa þetta framtak. „Ég stóð þarna og var að láta skoðun mína í ljós, án ofbeldis af nokkru tagi, og uppskar lögreglubíl í fangið og kylfu í bakið,“ segir Árni Rúnar Hlöðvers- son, tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast. Árni segir lögreglubíl með fanga inn- anborðs hafa keyrt á sig á leið frá Alþingishúsinu í mótmælunum á þriðjudag. „Ég stóð þarna við húsið sem er við hliðina á Alþingishúsinu og stillti mótmælum mínum algjör- lega í hóf, ég kastaði engu og lyfti ekki hendi. Þá keyrði lögreglubíll í ofboði á mig og þegar hann var horfinn komu á vettvang aðrir lögregluþjónar sem börðu mig í bakið með kylfum,“ segir Árni og bætir við að hann hafi fengið áverkavottorð á slysadeild og ætli sér að kæra atvikið. „Ég er ekki lífshættu- lega slasaður, en ég er bólginn á öxlum. Ég hvet alla sem lent hafa í svipuðu til að kæra, þótt vonin um árangur af slíku sé ekki mikil. Kærufjöldinn skiptir líka miklu máli.“ Árni segir lögregluna hafa misst gjörsamlega stjórn á sér fyrir framan Alþingishúsið. „Þeim fannst eins og allir væru að ógna sér, en sú var ekki raunin. Það er ansi sárt að ætla sér að mótmæla á friðsaman hátt og verða fyrir svona árás í staðinn,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson. - kg Lögregla keyrði á tónlistarmann ÓSÁTTUR Árni segir sárt að uppskera bíl í fangið og kylfu í bakið fyrir friðsamleg mótmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þeir urðu undrandi fréttamenn sem í upphafi viku ætluðu að taka viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Hann var þá alveg frá vegna þursabits en Guð- laugur er, sem kunnugt er, kvæntur Ágústu Johnson líkamsræktarf- römuði en virðist samkvæmt þessu ekki í mjög góðu formi. Reyndar liggja orsakir þursabits ekki fyrir en talið er að um lífsstílstengt fyrirbæri sé að ræða. Halldór Blöndal, formaður banka- ráðs Seðlabankans, kom askvað- andi inn í útvarsphús við Efstaleiti síðdegis í gær og var ekki skemmt. Hafði Halldór verið að hlusta á Víð- sjá Eiríks Guðmundssonar sem lýsti atburðum í miðbænum eins og þeir horfðu við honum: að hugsan- lega væri hinn íslenski kapítalismi að hrynja fyrir framan nef okkar. Halldór hafði sínar meiningar um útvarpsmennsku RÚVara, hlutverk RÚV og hitti fyrir Pál Magnússon útvarpsstjóra. Páll lét Halldór ekkert eiga inni hjá sér og urðu hress- ileg orðaskipti þeirra á milli. Bræðurnir Hjörleif- ur og Loftur Guttormssynir bíða spenntir þriðjudags en þá verða veitt hin Íslensku bókmenntaverð- laun að Bessastöðum og báðir eru tilnefndir í flokki fræðibóka. Ingunn Ásdísardóttir og Kristín Ragna Gunnarsdóttir eru fulltrúar kven- kyns í þeim flokki tilnefndra fyrir bókina Örlög guðanna. Aðrir eru Vilhjálmur Árnason og Þorvaldur Kristins- son. Þær gætu þó átt við margnum því margir spá að nú sé loks komið að Einari Kárasyni í flokki fagurbók- mennta og þá gæti kynjakvótinn farið að telja. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.