Réttur - 01.08.1952, Page 6
198
RETT UR
innar gagnvart sjávarútveginum: að rýja hann og ræna
gæðingum sínum, einokunarauðmönnunum, í hag, miðar að
því að drepa sjávarútveginn smátt og smátt. Hnignimin er
þegar byrjuð. Vélbátaflotinn minkar. Hernámsflokkamir
þrír stöðvuðu að heita má nýbyggingar vélbáta í íslenzk-
um skipasmíðastöðvum, er þeir tóku við stjórn 1947.*
En öll þessi þjóðf jandsamlega pólitík ríkisstjórnarinnar
gagnvart sjávarútveginum er þó að áliti f jandmanna ís-
lenzks sjálfstæðis ekki nóg til þess að ríða honum að fullu
nógu fljótt.
Þessvegna var í febrúarlok 1953 gripið til harðvítugri
aðgerða:
Ríkisstjórnin bannaði hraðfrystihúsum að hraðfrysta
nema % hluta þess þorsks, er frystur hafði verið 1952.
Ríkisstjómin hefur harðneitað að slaka á þeim einok-
* Þessi mynd sýnir greinilega þá stöðvun, er verður í bátasmíð-
inni innanlands við stjórnar- og stefnuskiptin 1947. Stuðlarnir
tákna smálestatöluna (hæsti um 900 smálestir á ári), en talan
fyrir ofan bátatöluna. (Úr grein Bjarna Einarssonar skipasmiðs
í Þjóðviljanum).