Réttur


Réttur - 01.08.1952, Page 11

Réttur - 01.08.1952, Page 11
Ræða J. V. Stalíns á 19. þingi Kommúnistaflokks Ráðst j órnarríkj anna (Stalín er ákaflega fagnað, er bann gengur að ræðustólnum). Félagar, leyfið mér að láta í ljós þakklæti þings vors til allra þeirra bræðraflokka og félagshópa, sem hafa heiðrað þing vort með því að senda hingað fulltrúa eða hafa sent þingi voru kveðjur — þakklæti fyrir vinarkveðjur þeirra, fyrir óskir þeirra um árangursríkt starf, fyrir traust þeirra. (Kröftugt, langvarandi lófatak og fagnaðaróp). Sérstaklega þykir oss vænt um traust þeirra, því að það ber vott um, að þeir eru reiðubúnir að veita flokki vorum fulltingi í baráttu hans fyrir bjartari framtíð þjóðanna, í baráttu hans gegn stríði, í baráttu hans fyrir varðveizlu friðarins. (Kröftugt, langvarandi lófatak). Það væri rangt að álíta, að flokkur vor þurfi ekki lengur á stuðningi að halda, eftir að hann er orðinn voldugt afl. Það væri ekki rétt. Flokkur vor og land vort hefur alltaf þarfnazt og mun framvegis þarfnast trausts, samúðar og stuðnings bróðurlegra þjóða í öðrum löndum. Hið sérkennilega við þennan stuðning er það, að hve- nær sem einhver bræðraflokkur styður friðarviðleitni f lokks vors, er hann um leið að styrkja sína eigin þjóð í baráttu hennar fyrir varðveizlu friðarins. Þegar brezka auðmanna- stéttin fór með ófrið á hendur Ráðstjórnarríkjunum og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.