Réttur


Réttur - 01.08.1952, Side 17

Réttur - 01.08.1952, Side 17
RETTUR 209 þar til hægt var að hafa not af honum til snúninga, en þá varð það hlutskipti hans að reka kýmar í hagann á morgnana og sækja þær aftur á kvöldin. Honum þótti vænzt um kýrnar. Kisa var duttlungafuU og grálynd, allt öðruvísi en kamla kisa hafði verið forðum. Hundarnir kusu heldur félagsskap hinna fullorðnu. Hann var alltaf hálfsmeikur við hrossin, einkum gamla Brún, sem alltaf hafði vefið gallagripur. Ærnar voru ljónstyggar, og sumar höfðu stundum hnibbað hann þegar hann reyndi að ná í lömbin þeirra. Kýrnar voru beztar. Þær fóru sér að öllu hægt, skiptu aldrei skapi, en undu rólegar í hagan- um, svo hann þurfti aldrei að eltast við þær upp um urðir eða út í mýri. Kálfamir voru beztu vinir hans og leikbræður. Þegar Jói fór að heiman fjórtán ára gamall, til að vinna fyrir sér, var hann heldur pasturslítill og daufgerður og hlédrægur í umgengni, en iðinn var hann og samvizkusamur við störf sín. Hann hafði sjaldan vistaskipti og var nægju- samur með laun og aðbúnað. Það var ekki fyrr en hálfþrítugur að Jói fór að sýna kvenþjóðinni verulegan áhuga. Hann þótti hvorki sérlega fríður né föngulegur, en ekki var hann heldur í neinu óheimslegri en f jöldi ungra manna, sem góðs gengis njóta í ástamálum. En þegar Jói lagði út í baráttuna við son húsbónda síns um hylli vinnukonu á næsta bæ, sem ný- komin var í sveitina, fór svo ólíklega, að Jói varð hlut- skarpari. Ekki hafði Jói efnast að ráði á tíu ára starfsferli sínum hjá vandalausum, en nú tók hann á leigu jarðarkorn í næstu sveit, flutti þangað nýgiftur og kom sér þar upp dálitlu búi. Ekki þótti hann sérstakur atorkumaður sem bóndi, en fé hans þótti vænt og vel hirt, og kúnum sýndi hann sérstaka alúð. Efnahagurinn varð brátt erfiður. Börn- unum fjölgaði með ári hverju og ýmsir örðugleikar steðj- uðu að, og svo kom, að betri bændur og leiðtogar hrepps- ins fóru að líta vanþóknunaraugum heim að kotinu, er þeir 14

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.