Réttur


Réttur - 01.08.1952, Síða 26

Réttur - 01.08.1952, Síða 26
Desemberverkfallfð á Akureyri eftir ÁSGRÍM ALISF.RTSSON Haustið er mjög óvenjulegur tími til samningsuppsagna og kaupgjaldsbaráttu hér norðanlands. Man ég ekki til að slíkt hafi átt sér stað fyrr en nú á s.l. hausti. Til þessa liggja þær augljósu ástæður, að með haustinu leggst niður mikill hluti athafnalífsins, en atvinnuleysi magnast. Þegar stjórn Alþýðusambandsins sendi út tilmæli til verkalýðsfélaganna snemma á s.l. hausti um það, að segja upp samningum 1. nóv. fann það því lítinn hljómgrunn hér um slóðir. Menn höfðu ekki fengið þá reynslu af sambands- stjórn, að hún væri líkleg til sigursællar forystu í jafn harðri kaupgjaldsbaráttu og telja mátti víst að yrði, ef einhver árangur átti að nást. Skýringar erindreka sam- bapdsstjórnar, sem var hér norðanlands til að vinna fyrir málstað sundrungarinnar í Alþýðusambandskosningunum, voru einnig mjög óljósar. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar og mörg önnur félög og biðu átekta til að sjá hverju fram yndi og hvernig stærstu félögin fyrir sunnan snerust við þessum tilmælum. Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, tók þetta hinsvegar til atkvæðagreiðslu og var fellt með yfirgnæfandi meiri- hluta, að segja upp samningum. Kom þar fram það viðhorf,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.