Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 27
RETTUR
219
sem almennt mun hafa verið ríkjandi á þeim tíma hjá
meðlimum stéttarfélaganna.
Þetta viðhorf breyttist hinsvegar þegar kom fram í októ-
ber og séð varð, að um mjög víðtækar samningsuppsagnir
yrði að ræða hjá verkalýðsfélögunum fyrir sunnan og víðar
um land. Jafnframt var sýnt, að forusta þessarar baráttu
myndi ekki verða í höndum stjórnar Alþýðusambandsins
heldur nefndar, er skipuð yrði fulltrúum þroskuðustu og
stærstu félaganna. Málin horfðu þá þannig við frá sjón-
armiði verkamanna hér: 1 fyrsta lagi væri svo mikill styrk-
ur að þyí að vera í jafn víðtækum samtökum og þá voru
að myndast, að það vægi upp á móti því, hvað tíminn væri
óhentugur. I öðru lagi væru sigurhorfur verkalýðsins þeim
mun meiri sem fleiri félög tækju virkan þátt í baráttunni.
I þriðja lagi væri það drengskaparskylda gagnvart bræðra-
félögunum annarsstaðar, að taka þátt í þeirri baráttu,
sem færa myndi þeim ekki síður en öðrum þær kjarabætur
er ynnust.
Á fundi í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar, sem
haldinn var sunnudaginn 26. okt. var því samþykkt með
atkvæðum allra fundarmanna að segja upp samningum. f
ályktun fundarins um málið var stjórn félagsins falið, „að
hafa sem nánast samstarf og samvinnu við önnur þau
félög, sem segja upp samningum, um samninga og aðrar
framkvæmdir í sambandi við uppsögnina.“
9. nóvember er svo aftur haldinn fundur í félaginu og þar
er málið rætt og skýrt. Er þá kosin samninganefnd, er að
sjálfsögðu var falið, að hafa samráð við samninganefndir
annarra félaga og hina sameiginlegu nefnd.
Mjög á sömu lund var afgreiðsla málsins í Verkakvenna-
félaginu Einingu.
í samræmi við þessar samþykktir boðaði svo Verka-
mannafélagið verkfall 1. desember og Eining 2 dögum
seinna.
Þegar leið að því er verkfall skyldi hefjast stóðu þessi