Réttur - 01.08.1952, Qupperneq 32
Ræða L. BSerla
á 19. þingi Kommúnistaílokks
Ráðstjómarríkjanna
Félagar, skýrsla miðstjórnarinnar, sem félagi Malénkoff flutti,
dregur upp mynd af störfum flokks okkar á tímabilinu frá 18.
flokksþinginu til hins 19. Tveir atburðir, sem mig langar til að f jalla
um, hafa sérstöðu í lífi flokksins og sovétþjóðarinnar á. þessu
árabili.
Hinn fyrri er stríðið mikla fyrir föðurlandið.
Undir úrslitunum í þessu stríði voru komin örlög fósturjarðar
okkar og örlög landa og þjóða í Evrópu og Asíu. Öllum má vera
ljóst að sigur ríkjasamsteypu Hitlerssinna myndi hafa haft í för
með sér skelfilega þrælkun og útrýmingu þjóðanna í landi okkar
og þjóða margra annarra landa. Hundruðum milljóna manna hefði
verið þrýst niður á tilverustig þræla. Hinir fasistisku siðleysingjar
myndu hafa lagt siðmenningu nútímans í rúst og dregið mann-
kynið niður á lægra þróunarstig um áratugi.
Af þessu varð þó ekki og ástæðan fyrir því er fyrst og fremst
sú að í átökum upp á líf og dauða við hina fasistisku innrásarmenn
unnu þjóðir Sovétríkjanna algeran sigur. í fyrsta þætti stríðsins
voru skilyrðin hagstæð fyrir herskara Hitlers vegna þess hve hin
lævíslega árás á Sovétríkin kom óvænt. En með ýtrustu fórnum,
með því að beita öllum efnislegum og andlegum kröftum, verndaði
sovétþjóðin sjálfstæði sitt, hrakti á flótta óvininn, sem hafði
skotið herjum Evrópu skelk í bringu, og bjargaði mannkyninu
og siðmenningu þess.
Það var kommúnistaflokkurinn undir forystu félaga Stalíns, sem
skipulagði hinn mikla sigur sovétþjóðarinnar og.blés henni hetju-
móði í brjóst. (Langvarandi lófatak). Á allra fyrstu dögum styrj-
aldarinnar, þegar mjög þrengdi að ættjörð okkar, varð félagi