Réttur


Réttur - 01.08.1952, Page 36

Réttur - 01.08.1952, Page 36
228 RETTUR ingu kommúnistisks þjóðfélags — að framkvæmd sé rétt stefna í málefnum þjóðernanna. Stefna flokks okkar í málum þjóðernanna byggist á samræmdri, vísindalega staðfestri kenningu um þjóðernamálin, sem er hluti af kenningu Leníns um öreigabyltinguna. Skapendur stefnuskrár og stefnu kommúnistaflokksins í málefnum þjóðernanna eru Lenín og Stalín. Þessvegna er þjóðernastefna okkar nefnd Lenín- Stalín stefnan. Þjóðir Sovétríkjanna eru hjartanlega samþykkar stefnu flokks okkar í þjóðernamálunum og styðja hana einhuga. Lenín og Stalín stjórnuðu sjálfir sköpun hins sovézka fjölþjóða- ríkis. Eftir lát hins mikla Leníns stjórnaði og leiðbeindi félagi Stalín flokknum í öllu starfi hans að því að koma á bróðurlegri samvinnu milli þjóðanna, sem byggja land okkar, að eflingu sambandslýðveldanna og að framvindu atvinnulífs og menningar þjóða okkar. Félagi Stajín lagði drýgstan skerf til marx-lenínist- iskrar kenningar um þjóðernamálin. Hann auðgaði marx-lenín- ismann að kenningunni um þjóðina, hann jók við kenningu Leníns um einingu þjóðlegs og alþjóðlegs hlutverks verkalýðsins og bar- áttumarkmið og baráttuaðferðir hinna þjóðlegu frelsishreyfinga á tímabili heimsvaldastefnunnar, hann lagði kenningarlegan grund- völl að stefnu kommúnistaflokksins varðandi sovézka fjölþjóða- ríkið og hann kom fram með kenninguna um sósíalistiskar þjóðir og framþróun þeirra í baráttunni fyrir sigri kommúnismans. Októberbyltingin mikla, sem sópaði á brott auðvaldsskipulaginu og frelsaði með því þjóðir Rússlands, afnam þjóðakúgun og hafði í för með sér endurfæðingu þjóðanna. Eftir að borgarastéttin með þjóðemissinnaflokkum sínum var afnumin, eftir að sovétskipu- laginu hafði verið komið á í landi okkar, tóku nýjar, sósíalistiskar þjóðir að þróast og myndast á grundvelli gömlu borgaralegu þjóð- anna. Vegna þess að stefnu Leníns og Stalíns í þjóðernamálinu var gaumgæfilega fylgt í landi okkar, var afnumið misræmið, sem tekið var í arf frá tímum keisarastjórnarinnar, hið raunverulega mis- ræmi í atvinnu- og menningarþróun milli þjóða Mið-Rússlands, sem hafði miðað fram á við, og þjóða landamærasvæðanna, sem höfðu dregizt aftur úr þeim. í landi okkar eru ekki lengur neinar frum- stæðar þjóðir. Á sama tíma og verið var að koma á sósíalisma, tóku nýju, sósíalistisku þjóðirnar í landi okkar gerbreytingu og komust á stig háþróaðra nútímaþjóða. Við hvað er átt, þegar talað er um háþróaða, sósíalistiska þjóð? Ef lögð er til grundvallar hin sígilda skilgreining félaga Stalíns á því, hvað sé þjóð, kenningar hans um nýjar, sósíalistiskar þjóðir og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.