Réttur


Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 39

Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 39
RETTUR 233 framleidd er í Tyrklandi, Iran, Pakistan, Egyptalandi, Irak, Sýr- landi og Afganistan samtals, þar sem íbúatalan er alls 156 milljón- ir. (Lófatak). Og ef við berum raforkuframleiðslu eins sovétlýð- veldis, til dæmis Aserbaisjan, saman við Tyrkland, komumst við að raun um að í Sovét-Aserbaisjan, þar sem íbúatalan er einungis einn sjöundi af því sem er í Tyrklandi, er framleidd fjórum sinn- um meiri raforka en í Tyrklandi, sem hefir stungið hálsinum í snöru bandarískrar „efnahagsaðstoðar". (Hlátur). Sovétlýðveldi okkar hafa meira að segja komizt langt fram úr hinum gömlu og grónu iðnaðarríkjum Vestur-Evrópu. Við skulum til dæmis bera eitt sovétlýðveldi — Úkrainu — saman við tvö stór, borgaraleg lönd í Evrópu — Frakkland og Ítalíu. Þarna er auðvitað um margt að ræða, sem ekki er sam- bærilegt. Eins og alkunnugt er voru arðránsstéttirnar afnumdar fyrir löngu í úkrainska sovétlýðveldinu, verksmiðjurnar, landið og allur afrakstur vinnunnar tilheyrir fólkinu, atvinnuleysi hefir verið útrýmt fyrir fullt og allt, allt vald er í höndum fólksins. Á þessu sviði fór Úkraina fyrir meira en þrjátíu árum síðan fram úr Frakklandi og Ítalíu, þar sem auðvaldið er við völd. (Lófatak). Þessvegna munum við aðeins bera saman nokkra meginþætti í atvinnulífi þessara landa. Sovét-Úkraina, sem tvisvar á tilveruskeiði sínu hefir orðið að rísa úr rústum og ösku eftir innrás erlendra árásaseggja, fram- leiðir nú miklu meira steypujárn en Frakkland og Italía tii sam- ans (lófatak); hún framleiðir meira af stáli og völsuðum málmi en Frakkland og rúmlega þrisvar sinnum meira en Ítalía; hún framleiðir 50% meira af kolum en Frakkland og Ítalía til samans; hestaflatala dráttarvélanna, sem framleiddar eru í Úkrainu, ernæst- um þrisvar sinnum hærri en þeirra, sem framleiddar eru í Frakk- landi og Ítalíu til samans; og Úkraina framleiðir langtum meira korn, kartöflur, sykurrófur og sykur en Frakkland og Ítalía til samans. Svo er framförum sósíalistisks iðnaðar og samyrkjubúskapar fyrir að þakka að úkrainska þjóðin lifir við velmegun og nýtur allra gæða menningarinnar. Það sama verður ekki sagt um strit- andi fjöldann í Frakklandi og Ítalíu. Engu áhrifaminna dæmi er hin hraða þróun í baltnesku sovét- lýðveldunum eftir að þau komu á hjá sér sovétskipulagi. Ef við berum sambandslýðveldin Líetúvu, Lettland og Eistland saman við Noreg, Holland og Belgíu munum við komast að raun um að þróun iðnaðarins í sovétlýðveldunum er langtum hraðari en í evrópsku auðvaldslöndunum, sem ég hef nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.