Réttur


Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 41

Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 41
RÉTTUR 233 Sovétríkjanna er hverfandi. í Úsbekistan kemur ein dráttarvél á um 70 hektara akurlendis, en í Pakistan er ein dráttarvél á hverja 9000 hektara, á Indlandi ein á hverja 13.000 hektara og í Iran ein á hverja 18.000 hektara. Vélarnar, sem sósíalistiska landbúnaðinum er séð fyrir í svona ríkum mæli, létta miklu striti af bændunum og ásamt nýjustu búnaðaraðferðum og víðtækum áveitum tryggja'þær ríkulega upp- skeru af hverjum hektara. . Tökum til dæmis baðmull, eina aðal uppskeruna til iðnaðar- vinnslu í hinu>r háþróaða og fjölbreytta landbúnaði austlægu sovétlýðveldanna. Árið 1951 var meðal baðmullaruppskeran í þessum lýðveldum 21 vætt af hektara. Uppskera eins og sú, sem baðmullarbændur okkar fá, fæst ekki í neinu öðru baðmullarlandi í heimi. Þetta sama ár, 1951, var baðmullaruppskeran í Egyptalandi 11,5 vættir af hektara, í Banda- ríkjunum 8,3 vættir, í Indlandi 3,4 vættir, í Pakistan 5,2 vættir, í Tyrklandi 7,2 vættir og Iran 4,5 vættir. Hafa verður í huga að sú ríkulega baðmullaruppskera, sem fæst í austlægu sovétlýðveldunum, er af víðlendum ekrum, sem sést bezt á því að sovétlýðveldin, sem ég nefndi, rækta eins mikla baðmull og Indland, Egyptaland, Iran, Tyrkland og Afganistan samanlagt. (Lófatak). Þetta voru nokkrar staðreyndir um efnahagsþróun þjóðalýð- veldanna í Sovétríkjunum. Þær sýna að atvinnuhf þessara lýð- velda er í stöðugum vexti og framþróun, laust við kreppur. Loks sýna þessar staðreyndir hvers þjóðir eru megnugar þegar þær hafa slitið sig úr greipum heimsvaldastefnunnar og losað sig við yfirráð landsdrottna og auðkýfinga. (Lófatak). Til þess að koma þroskuðu, sósíalistisku atvinnulífi á fót í þjóða- lýðveldum Suvétríkjanna þurfti að hefja flest þeirra upp af lágu menningarstigi, að örva menningarþróunina til hins ýtrasta, að koma upp mergð barnaskóla og framhaldsskóla og skipuleggja í stórum stíl menntun iðnaðarmanna, verkfræðinga, tæknisérfræð- inga, búfræðinga, dýrafræðinga, kennara og lækna úr hópi þjóð- anna sjálfra. Árangurinn af framkvæmd stefnu Leníns og Stalíns í þjóðerna- málunum er a'ð þjóðir Sovétríkjanna hafa afrekað hreina og fceina byltingu í menningarmálum. Mú sem stendur starfa í iðnaði, byggingariðnaði og flutninga- kerfi sovétlýðveldanna yfir tvær milljónir verkfræðinga og tækni- sérfræðinga, í landbúnaðinum starfa urn 400.000 búfræðingar, dýra- fræðingar, skógfræðingar og aðrir sérfræðingar; næstum tvær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.