Réttur


Réttur - 01.08.1952, Síða 42

Réttur - 01.08.1952, Síða 42
234 RETTUR milljónir kennara starfa við æðri og lægri skóla, um 300.000 læknar og 900.000 aðstoðarlæknar, hjúkrunarkonur og annað hjúkr- unarfólk starfar við heilbrigðisþjónustu í borg og byggð. í sér- hverju sovétlýðveldi eru nú tugir þúsunda háskólamenntaðra sér- fræðinga, sem þar hafa hlotið menntun sína. Miklu kerfi háskóla og tækniskóla hefur verið komið upp í sovétlýðveldunum til þess að þjálfa forystulið menntamanna Sovétríkjanna. Um það leyti sem sovétstjórn var komið á í landi okkar voru hér 96 æðri menntastofnanir, sem með fáum undan- tekningum lágu í stærstu borgum Rússlands. Við þær stunduðu nám 117.000 námsmenn. Nú sem stendur eru í Sovétríkjunum 887 æðri skólar og við þá stunda nám 1.400.000 námsmenn. í Úkrainu eru 216.000 stúd- entar, í lýðveldunum í Mið-Asíu 104.000, 1 Kákasuslýðveldunum 80.000, í Hvíta-Rússlandi 35.000 og í Eystrasaltslýðveldunum 37.000. Þróun æðri menntunar í Sovétríkjunum er ekki aðeins orðin meiri en í austrænum löndum heldur einnig meiri en í Vestur- Evrópu. Til dæmis eru af hverju þúsundi manna í Tajikistan 58 við nám í æðri skólum, í Túrkmenistan er hlutfallið 60 af þúsundi, í Kirgisistan 64, í Úsbekistan 71 og í Aserbaisjan 93. En í Iran aftur á móti er hlutfalið 3 af þúsundi, í Indlandi 9, í Egyptalandi og Tyrklandi 12, í Svíþjóð 21, á Ítalíu 32, í Danmörku 34 og í Frakk- landi 36. Síðan sovétstjórnin komst á hafa 48 þjóðerni eignazt stafrof í fyrsta skipti og gefa nú út kennslubækur, aðra flokka bóka og fréttablöð á sínum eigin málum. Á síðastliðnum 30 árum hafa um 90.000 stór og vel búin skólahús verið reist í sovétlýðveldunum. Næstum tvær af hverjum þrem þessara nýbygginga risu í lýð- veldunum utan Rússlands. Samfara framþróun hins sósíalistiska hagkerfis eykst velmegun sovétþjóðarinnar ár frá ári. í öllum sovétlýðveldunum hefur kaup- máttur launa verkamanna og annarra launþega og tekna bænd- anna aukizt verulega. Árin frá 1940 til 1951 ukust tekjur verk- smiðju- og verkafólks og bænda um 78%. í Sovétríkjunum ber ríkið mikla umhyggju fyrir heilsufari þjóða lands okkar. Þetta sýnir sú læknisþjónusta, sem fólki er gefinn kostur á. Ég mun nefna nokkur dæmi, sem sótt eru til einstakra sovétlýðvelda. Áður en sovétstjórnin komst á var aðeins einn læknir á hvert 31.000 íbúa í Úsbekistan. Þetta er svipað hlutfall og nú er í Pakistan. Sem stendur er hlutfallið í Úsbekistan einn læknir á 895 íbúa.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.