Réttur - 01.08.1952, Side 44
236
RÉTTUR
sem sovétlýðveldin hafa náð, hefur opnað þeim dyr möguleika til
enn virkari þáttur í lausn meiriháttar viðfangsefna, sem varða
allt ríkjasambandið.
Það afl, sem er bindiefnið í vináttu þjóða lands okkar, er rúss-
neska þjóðin, hin frábærasta af þjóðum Sovétríkjanna. (Hávært
lófatak).
í október 1917 vann rússneska verkalýðsstéttin sögulegt afreks-
verk undir forystu flokks Leníns og Stalíns, hún rauf heimsvíg-
línu heimsvaldastefnunnar og sleit festi þjóða- og nýlendukúgunar-
innar á sjötta hluta jarðarinnar. Enginn vafi leikur á því, að
hefði ekki notið við rússnesku verkalýðsstéttarinnar hefðu þjóðir
lands okkar ekki megnað að verjast hvítliðum og erlendum ihlut-
unarseggjum og byggja upp sósíalisma. Hvað þær þjóðir snertir,
sem ekki höfðu lagt að baki skeið auðvaldsþróunar, er það víst
að þeim hefði ekki tekizt án langvinnrar og kerfisbundinnar að-
stoðar rússnesku verkalýðsstéttarinnar að taka stökkið frá for-
auðvaldslegum stigum hagkerfis til sósíalisma.
Eins og félagi Stalin hefur sagt birtust þjóðareinkenni rússnesku
þjóðarinnar — skarpskyggni, skapfesta og þolgæði — sérstcklega
skýrt meðan styrjöldin mikla fyrir föðurlandið var háð. í þeirri
styrjöld ávann rússneska þjóðin sér með hetjuskap sínum, staðfestu
og hugrekki almenna viðurkenningu meðal þjóða lands okkar sem
forystuafl Sovétríkjanna. (Langvinnt lófatak).
Allar þjóðir lands okkar fylgdu fordæmi rússnesku þjóðarinnar,
börðust hetjulega við hlið hennar gegn óvinunum og unnu ásamt
rússnesku þjóðinni sigur okkar yfir Hitlers-Þýzkalandi og Japan
heimsvaldasinnanna. Þjóðir lands okkar sýndu öllum heimi hve
voldugt og ósigrandi er hið sovézka, sósíalistiska fjölþjoðaríki,
sem byggt er á stalínskri vináttu þjóðanna.
Vinátta þjóðanna í landi okkar grundvallast á sameiginlegum
lífshagsmunum þeirra. Þjóðir Sovétríkjanna sameinar barátta
þeirra og bjargföst ákvörðun um að verja gegn öllum óvinum
frelsið, sjálfstæðið og hamingjuna, sem þær hafa öðlazt undir
sovétstjórn, sameiginlegt átak til að byggja upp kommúnistiskt
þjóðfélag sameinar þær. Þjóðir lands okkar vita fullvel að sam-
einaðar með óbilandi, stalínskri vináttu í eitt sovétríki — banda-
lag lýðveldanna — eru þær ósigrandi, að þær geta með góðum
árangri byggt upp kommúnisma og verndað ávinninga sína fyrir
öllum óvinum.
Flokkur okkar og félagi Stalín sjálfur fylgjast stöðugt með
því að sovétstefnunni í þjóðernamálum sé rétt beitt. í baráttunni
gegn féndum leninismans bar flokkurinn fram til sigurs Lenín-