Réttur


Réttur - 01.08.1952, Qupperneq 47

Réttur - 01.08.1952, Qupperneq 47
RETTUR 239 með því yfirvarpi að veita þeim svonefnda bandaríska ,;aðstoð“. Það land, sem þiggur þessa bandarísku „aðstoð“, missir brátt fullveldi sitt og sjálfstæði og er gert að undirlægju. Það mesta, sem slíkt land getur gert sér vonir um, er að verða lægra settur meðeigandi. Slíkur lægra settur meðeigandi Bandaríkjanna er nú Stóra- Bretland, sem forðum var frægt fyrir að vera „drottning hafanna" og „verkstæði heimsins". Dag frá degi stíar bandaríska heimsvalda- stefnan Stóra-Bretlandi meira og meira frá hráefnalindum og mörkuðum, beitir öllum ráðum til að þröngva því út úr EvrópU og Asíu og hrifsar frá því hvert beinið af öðru. Svo langt er nú gengið, að Bandaríkjamenn höfnuðu formájalaust auðmjúkri beiðni brezku ríkisstjórnarinnar um að fá að hafa áheyrnarfull- trúa við samninga Bandaríkjanna og brezku samveldislandanna — Nýja Sjálands og Ástralíu — um hið svonefnda Kyrrahafsbanda- lag. Af þessu tilefni kvörtuðu jafnvel brezku íhaldsblöðin nýlega sáran yfir því að farið væri með Stóra-Bretland eins og fátækan ættingja (hlátur), sem væri áminntur, látinn sæta hörðu eða ekki virtur viðlits. Og eitt íhaldsblað — Daily Mail — sagði umbúðalaust: „Ef við missum aðstöðu þar og réttindi hér mun brátt reka að því að við höfum ekki lengur neitt að missa“. (Hlátur). Það er ekki trúlegt að brezkir valdamenn skilji þetta ekki. Engu að síður halda þeir áfram að hlýða einveldi Bandaríkjamanna og reyna að gera það með bros á vör. (Hlátur). Heimsvaldasinnarnir, sem ráða Bandaríkjunum, eru að reyna að gera löndin, sem þeir hafa undirokað, að árásarstöðvum í stríði og þeir fela æskulýð þessara landa það hlutverk að vera fallbyssufóður. Því feta þau lönd, sem gerzt hafa háð Bandaríkj- unum, glötunarleiðina til styrjaldar fet fyrir fet. Bandaríska heimsvaldastefnan er orðin brjóstvörn og virki aft- urhaldsins i heiminum. Hún leitast við að bjarga auðvaldinu hvar sem því er hætta búin, að varðveita nýlenduskipulagið og hinar verstu afturhaldsstjórnir hvar sem þeim er hætta búin af þjóð- frelsishreyfingum og lýðræðisbyltingunni. Hún fetar af fullkomnu blygðunarleysi í fótspor þýzka fasismans og niðurlægir hermenn sína til að gerast fangaverðir og böðlar frelsisunnandi þjóða. Eins og eðlilegt er bindast þjóðir þeirra landa, sem orðið hafa háð Bandaríkjunum, samtökum til að spyrna gegn bandarískri ihlutun um líf sitt, að reka úr landi þessa óboðnu herra, og þær fyllast logandi hatri á þeim, sem troða undir fótum þjóðarheiður þeirra og virðingu. Félagar, meginatriðið, sem flokkur okkar gerir heyrinkunnugt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.