Réttur


Réttur - 01.08.1952, Side 54

Réttur - 01.08.1952, Side 54
Iimlend víðsjá eftir BRYNJÓLF I5JARNASON Bretar hef ja viðskiptastríð gegn Islendingum. Snemma í haust var sett löndunarbann á fisk úr íslenzk- um togurum í Bretlandi fyrir forgöngu brezkra útgerðar- manna, í því augnamiði að knýja Íslendinga til undanhalds í landhelgismálinu. Ríkisstjórn Bretlands hefur veitt út- gerðarmönnum allan stuðning í þessu máli, enda vafalaust að hennar undirlagi af stað farið. Dugði skammt þó íslenzka ríkisstjórnin hefði samráð við brezku stjómina áður en landhelgislínan var ákveðin, en fyrir þær sakir varð þessi ráðstöfun hvorki heil né hálf, enda mun enginn mæla þvi í mót að meira þarf, ef duga skal til verndar íslenzkum fiskimiðum. I desember fór Ölafur Thors utan til að sitja fund ,ráðs Atlantshafsbandalagsins og Efnahagssamvinnustofnunar- innar. Átti hann þá tal við brezku ríkisstjórnina um málið með þeim árangri einum, að hann kvaðst nú gera sér „gleggri grein fyrir þeim erfiðleikum, sem brezka stjórnin á við að etja um lausn málsins“. Ennfremur lýsti hann því yfir að íslendingar væru reiðubúnir til að hlíta úrskurði alþjóðadómstólsins í Haag. Var þetta mælt í algeru heim- ildarleysi af hálfu íslenzku þjóðarinnar. Snemma í janúar barst ríkisstjórninni ný orðsending

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.