Réttur - 01.08.1952, Qupperneq 63
RÉTTUR
255
Hér er sýnilega ekki allt með felldu. Hér er ekki um
neinn venjulegan banka að ræða og verkefni hans hafa
til þessa að mestu leyti verið í höndum Pjárhagsráðs, en
Landsbankans að nokkru, en þó á Fjárhagsráð að halda
áfram störfum eins og áður. En í greinargerðinni er gefin
skýring. Alþjóðabankinn er bandarísk stofnun, tæki ame-
rísks f jármálavalds til efnahagslegra heimsyfirráða. Gjald-
keri þessarar stofnunar var hér á ferð síðastliðið sumar
og samdi hann frumvarpið. Síðan var því snarað á íslenzku.
Stofnun þessa banka er fyrirmæli frá Alþjóðabankanum,
en bankastjóri hans átti að verða Benjamín Eiríksson, enda
hefur hann nú verið ráðinn til starfsins. Þannig eiga
Bandaríkin að öðlast húsbóndavald yfir allri fjárfestingu
á íslandi og lyklavöld í efnahagslífi þjóðarinnar. Þetta
gerist meðal annars með tilstyrk Mótvirðissjóðs. Sam-
kvæmt samningum ráða Bandaríkin hvernig Mótvirðis-
sjóði er ráðstafað. Nú er það sýnilegt að Bandaríkin gera
kröfu til að Mótvirðissjóðurinn verði gerður að fastri
stofnun undir þeirra yfirráðum, sem einnig eiga að taka
til þess fjár, sem inn kemur, þegar lán hans eru greidd.
íslenzka ríkisstjórnin tekur þessa ósvífnu kröfu góða og
gilda, án þess að mögla. Þetta upplýstist að fullu við um-
ræðurnar á Alþingi.
Jón Árnason bankastjóri Landsbankans sendi ríkisstjóm
og Alþingi ýtarlegt álit um frumvarp þetta. Mælti hann ein-
dregið móti því og lagði til að Mótvirðissjóðurinn yrði end-
urgreiddur Bandaríkjunum, ef þau gerðu kröfu til áfram-
haldandi afskipta af honum.
Eitt af þvi nýstárlega við frumvarp þetta var ákvæðið
um að bankinn skyldi fá til eignar hlutabréf ríkisins í
Áburðarverksmiðjunni og öðrum fyrirtækjum. Aðspurður
svaraði Benjamín Eiríksson að tilgangurinn með þessu
ákvæði væri sá, að selja hlutabréfin síðar. Ríkið lætur reisa
Áburðarverksmiðjuna og var áætlað að hún mundi kosta
108 milljónir króna uppkomin, en vafalaust mun hún verða