Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 17

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 17
II E T T U R 81 blóðug spor, blóð rann úr munni hans og nösum, andlitið var al- blóðugt. Gestapómaðurinn reyndi að þvinga hann til að stilla sér úl í horn og snúa baki að okkur. Júlek virtist hvorki finna fyrir höggunum eða taka eftir vopnaða Gestapómanninum. Hann gekk keikur og bar höfuðið hátt. Ur horninu sneri hann andliti fram í herbergið og horfði á okkur. Undrandi svöruðum við tilliti hans og reistum ósjálfrátt höfuöin. Gestapómennirnir stóðu sem stein- gjörvingar, þeir fundu að gagnvart Júlek skorti þá myndugleika. Júlek horfði uppreisnargjarn og með fyrirlitningu á Gestapómenn- ina, en við lásum ár augum hans ást og óbilandi kjark. Þótt vopn- nÖir Gestapómenn umkringdu liann stóð hann ekki sem sigraður úti í horni, heldur sem sigurvegari. Ég las í augum hans, að hægt væri að drepa liann en ekki þá hugsjón sem hann barðist fyrir og hafði nú þolað pyndingar fyrir. Okkar málstaður væri málstaður réttlætisins, hin ódauðlega hugsjón sósíalismans. Sovétríkin og allir þeir sem berðust þeim megin myndu sigra. Hann hafði dökka skugga undir augunum, en þau ljómuðu af sannfæringarkrafti. Þannig sá ég hann þessa nótt, og þannig mun ég ávallt sjá hann fyrir mér unz ég dey. Mér var svipt upp af bekknum og leidd fyrir Júlek. Við stóðum andspænis hvort öðru í svo sem armlengdar fjarlægð og horfðumst í augu. Pyndingarnar höfðu afskræmt andlit hans, en engu að síður þekkti ég alla drættina sem voru mér svo kærir. „Þekkirðu hann?“ öskraði Gestapómaðurinn. Júlek minn! Ég hristi höfuðið: „Nei.“ Óskelft augnaráð Júleks sagði mér: — Vertu staðföst! Gestapómaðurinn benti ógnandi. Æ, Júlek minn! Ég var leidd í hurt og sá hann ekki aftur um nóttina. Farið var með mig ásamt mörgum öðrum föngum til ljósmynd- unar. Einnig þar höfðu Gestapómenn „mikið að gera“. Hvert á fætur öðru settumst við á háan stól, stungum höfðinu í sérstaka innréttingu og studdum höndunum á hnén. Skær blossi og smellur í myndavél. Öll vorum við mynduð framan frá og á vanga. Þá vorum við rekin inn í annað herbergi þar sem handtökurnar voru færðar til bókar. An nokkurrar yfirheyrslu var farið með mig og nokkra fanga aðra í þröngan gang á annarri hæð. Bekkir voru meðfram veggjum, en SS-menn gengu aftur og fram um ganginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.