Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 10

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 10
GÚSTA FÚTSJÍKOVA : HANDTAKAN IJúlíus Fútsjík var fæddur í Prag 23. febrúar 1903. Karel faðir hans var verkamaður í hinum stóru Ringhoff málmiðnaðarverksmiðjum þar í borg. Sirax á unga aldri kom í ljós áhugi hans á bókmenntum og tónlist, og þegar hann var 15 ára birtist eftir hann smásaga í tímaritinu „Nebojsa", sem Karel Tsjapek gaf út. Arið 1921 hóf hann nám við Iláskólann í Prag í heimspeki og bókmenntum og sama ár gekk hann í Kommúnistaflokk Tékkóslóvakíu. Á stúdentsárunum var hann einn af forustumönnum kommúnista í hópi stúd- enta. Hann hafði frá upphafi náin kynni af baráttu og samtökum verkamanna og vann fyrir sér um skeið sem verksmiðjuverkainaðui. Ilann fór um tvítugt að fást við blaðamennsku og skrifaði greinar í „Rude pravo“. Að námi loknu gerðist hann starfsmaður hjá „Tvorba", róttæku tímariti um bókmenntir og þjóðfélagsmál undir ritstjórn Sjalda, prófessors í Evrópubókmenntum og áhrifamanns í menningarmálum Tékkóslóvakíu á millistríðsárunum. 1928 varð Fútsjík ritstjóri tímaritsins og undir ritstjórn hans tók það forustuna í liinni róttæku menningarbaráttu og baráttunni gegn fasismanum. Það ávann sér viðurkenningar og vinsælda langt út fyrir raðir verkalýðshreyfingarinnar og flokksins. Júlíus Fútsjík gerðist einn helzti marxíski bókmenntafræðingur Tékkóslóvakíu. Júlíus Fútsjík var í örum vexti sem menningarfrömuður og leiðtogi í þjóð- félagsbaráttunni, er Miinchensáttmálinn og innrás Þjóðverja í Tékkóslóvakíu 15. marz 1939 knúðu liann til neðanjarðarstarfsemi, ásamt öðrum leiðtogum kommúnista. 1941 var liann kjörinn í miðstjórn hins bannaða kommúnista- flokks í landinu. 24. apríl 1942 náðu fasistar honum og hnepptu hann í fangelsi. 25. ágúst 1943 var hann dæmdur til dauða af dómstóli nazista í Berlín og tekinn þar af lífi 8. september sama ár. I fangelsinu tókst Fútsjík að skrifa bókina: „Með hengingarólina um háls- inn“, sem hefur verið þýdd á meir en 80 tungur og gefin út í yfir tvö hundruð útgáfum. f Tékkóslóvakíu er Júlíus Fútsjík þjóðhetja. llann barðist einbeittur og ótrauður fyrir hugsjón sósíalismans, livað sem á dundi. Sjálfur var hann lagður að velli í þeirri baráttu, en sannfæring hans um lokasigur sósfalismans bilaði aldrei. Eiginkona hans, Gústa Fútsjíkova, liefur skrifað: „Endurminningar um Júlíus Fútsjík", og birtist hér hluti úr kaflanum „Handtakan“. — Þýð.J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.