Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 43

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 43
R É T T U R 107 þýðu inanna, villa um fyrir fólki og gera þaS fráhverft meginverk- efninu — að vinna bug á heimsvaldastefnunni og fullkomna sjálf- stæði Kýpurs. Við Kýpurbúum blasir nú þróun sem getur ráðið úrslitum um framtíð þeirra. Tillögur Makariosar um að endurskoða stjórnar- skrána í því skyni að styrkja fullveldi og sjálfstæði landsins voru notaðar sem átylla til vopnaviðskipta sem tyrkneskir öfgamenn áttu upptökin að. A bak við þá standa heimsvaldasinnar sem hagnýttu sér álökin til afskipta af innanlandsmálum lýðveldisins. 1 einróma ályktun miðstjórnar AKEL var á það bent að átökin í Nikosíu og öðrum borgum og þorpum, þar sem margir féllu og særðust, stöfuðu af því að vandamál Kýpurs hefðu ekki verið leyst í samræmi við sjálfsákvörðunarrétt íbúanna. Heimsvaldasinnar hafa svipt Kýpurbúa þessum rétti, en í staðinn er þeim gert að lúta samn- ingunum frá Ziirich og Lundúnum þótt af þeim spretti sífelld átök Grikkja og Tyrkja. I ályktunininni segir að stjórn Tyrklands beri meginábyrgð á hinu óeðlilega ástandi um þessar mundir með endurteknum hótun- um sínum um vopnaða innrás. „Oryggissáttmálinn“, sem var hluti af samkomulaginu frá Zurich og Lundúnum, var notaður af tyrk- nesku stjórninni til að réttlæta ögranir í samskiptum við Kýpur og „rétt“ Tyrkja til afskipta af innanlandsmálum lýðveldisins. Þriggja ára saga lýðveldisins Kýpurs hefur sannað það ótvírætt að eigi ríkið að starfa á eðlilegan hátt og framfarir að nást á sviði stjórnmála og efnahagsmála er óhj ákvæmilegt að losa Kýpur við samningana frá Zúrich og Lundúnum og endurskoða ólýðræðislegar greinar stjórnarskrárinnar. Tilraunir þær sem Makarios erkibiskup hefur gert til þess að endurskoða stjórnarskrána hefðu átt að leiða til samningaviðræðna grískra og tyrkneskra Kýpurbúa, en stjórnin í Ankara reis öndverð gegn þeim. Sú afstaða leiddi til þess að forustumenn Tyrkja á Kýpur neituðu að ræða tillögur forsetans. Tyrkland svaraði síðan með hótunum um innrás. Þegar svo var komið nægði einn árekstur milli tyrkneskra öfga- manna, sem voru vopnaðir í trássi við lög, og lögreglusveitar til þess að vopnaðar tyrkneskar liðsveitir snerust gegn lögum og reglu, og afleiðingin varð blóðsúthellingar. Við þessar alvarlegu aðstæður ítrekaði flokkur okkar þó ákvörð- un sína að styðja stjórn lýðveldisins í einu og öllu, stuðla að því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.