Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 53

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 53
R E T T U R 117 fást nothæf skiptagildi fyrir. Kreppa þessi eöa klípa stafar af því, að þessir aðilar framleiddu notagildi í blindtii án þess að vita um þarfir hvers annars. Eða hin hlutkennda vinna þeirra fékk ekki þjóðfélagslega viðurkenningu sem almenn (gildisskapandi) vinna. Þegar tímar líða fram hætta vöruframleiðendurnir að skiptast beint á vörum, heldur fyrir milligöngu einnar sérstakrar vöru, sem verður almennt skiptagildi. Þessi milliliður, almenna skiptagildið, nefnast peningar. Þá breytir bakarinn brauðinu fyrst í peninga, seiur það; því næst geta þeir svo breytt peningunum í hvaðeina, sem þeir þarfnast. Þeir gera kaup, t. d. bakarinn kaupir kjöt og slátrar- inn brauð. Tilvist peninganna breytir engu um vinnugildið sem skiptagrundvöll varanna eða verð eins og okkur er tamast að nefna skiptagrundvöllinn. Ekki verður heldur nein breyting til batn- aðar á blindni vöruframleiðslunnar. Þvert á móti eykst stjórnleysi íramleiðslunnar nú fyrst að marki. Ilin almenna offramleiðslu- kreppa getur nú orðið að veruleika, því að hversu algengt er ekki að selja vöru (breyta henni í peninga) án þess að kaupa vöru í rtaðinn. Það þýðir vitanlega, að einhver situr uppi með óseljan- lega vöru. Þetta sem nú hefur verið rakið er grundvöllur vinnugildiskenn- ingarinnar, en hún er það efnahagslögmál, að gildið — vinnugildið — ákvarði verð allra vara. Það gerist með þeim hætti, að verðið verður að meðaltali jafnt gildinu. Stundum víkur verðið sjálfsagt írá gildinu, þá eru skiptin ójöfn, og slátrarinn fær t. d. fleiri vinnu- stundir í brauði en voru í kjötinu, sem hann lét af hendi í staðinn. En þá er bara einhver annar slátrari, sem býður sitt kjöt lægra; undirbýður þannig félaga sinn. Samkeppni seljendanna innbyrðis og kaupendanna sín á milli, eða öðru nafni framboð og eftirspurn, sjá um, að miðpunktur í öllum verðsveiflunum sé einmitt vinnu- gildið. Þannig hlýða menn gildislögmálinu — nauðugir viljugir — með því að vera sífellt að brjóta það. Fyrr á líð var stundum talað um þá dularfullu, ósýnilegu hönd, sem stjórnar vöruframleiðslunni þannig, að hver puðar í sínu horni — - óvitandi um aðra — og samt kemst visst form á atvinnugreinar, viðskipti og neyzlu. Þessi ósýnilega hönd er vissulega ekki af öðrum lieimi, heldur er hún hin stranga regla í vöruskiptum vinnueining- anna, gildislögmálið. Gildislögmálið lagar framleiðsluna að þjóð- félagslegum þörfum, skapar framboð eftir greiðsluþoli eftirspurnar- innar og í samræmi við þróunarstig framleiðsluaflanna, þ. e. a. s.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.