Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 38

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 38
102 R E T T U R Þessar tillögur sem eru skynsamlegar og réttlátar njóta stuðnings Framfaraflokks alþýðu á Kýpur (AKEL) og allra Grikkja í land- inu. En í stað þess að fallast á samningaviðræður hótuðu þjóð- rembingsmenn þeir sem hafa forustu fyrir Tyrkjum að brjóta gríska Kýpurbúa á bak aftur, ef nokkur tilraun yrði gerð til að endurskoða stjórnarskrána og sáttmálana frá Ziirich og Lundúnum. Sumir fulltrúar tyrknesku ríkisstjórnarinnar gengu meira að segja svo langt að hóta innrás. Hvorki stjórnarskráin, öryggissáttmálinn né Ziirich-samkomuiagið hafa nokkru sinni hlotið samþykki Kýpur- búa í þjóðaratkvæðagreiðslu, né heldur af fulltrúasamkomu eða á jsingi. A því er enginn vafi að hefði samkomulag þetta verið borið undir almenning hefði því verið hafnað. Sama er um stjórnarskrána að segja. En stjórnarskrá hvers lands á að vera sérmál íbúanna einna og engra annarra. Og stjórnarskrá verða íbúarnir annað hvort að lokum að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu eða láta einhverja þar til hæra fulltrúastofnun fjalla um hana. En þannig er stjórnarskrá lýðveldisins Kýpur ekki til komin, henni var komið á með brögðum. I öllum stjórnarskrám er gert ráð fyrir breytingum. I stjórnar- skrá Kýpurs eru að sjálfsögðu ýms ákvæði sem eru undirstöðuatriði og mega ekki haggast. En við búum nú við það ótrúlega ástand, að íbúunum er ekki talið heimilt að breyta sinni eigin stjórnarskrá! Engin stjórnarskrá í heimi getur staðizt óbreytt að eilífu, allra sízl hafi stjórnarskráin hvorki verið rædd né samþykkt af landsmönn- um sjálfum. Sú spurning hlýtur að vakna hverjir hagnist á hinni óbilgjörnu afstöðu tyrknesku leiðtoganna? Svarið er aðeins eitt — heimsvalda- sinnar. Blöðin hafa birt frásagnir þess efnis að stjórn Bandaríkj- anna sé ekki sammála yfirlýsingu forseta Kýpurs um endurskoðun stjórnarskrárinnar og samninganna. Hið sama sagði brezka útvarp- ið um afstöðu brezku stjórnarinnar. A bak við tyrknesku leiðtog- ana standa heimsvaldasinnar, styðja hina óbilgjörnu afstöðu þeirra og áform þeirra um erlend afskipti af málefnum Kýpurbúa. Heimsvaldasinnum féll ekki við yfirlýsingu Makariosar um end- urskoðun á stjórnarskrá og samningum, og þess vegna er lagt fast að þjóð okkar og tekin upp undirróðursstarfsemi. Heimsvalda- sinnar vilja að Kýpur gangi í Atlanzhafsbandalagið og segja að þa rnuni vandamál Kýpurs leysast af sjálfu sér. Sömu öflin, sem and-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.