Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 47

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 47
R É T T U R 111 (PEO), mun fleiri en hinir sem voru í tyrknesku verkalýðsfélögun- um. En eftir 1958 þegar átökin milli þjóðarbrotanna hófust, drápu tyrkneskir hryðjuverkamenn marga tyrkneska félaga í AKEL og neyddu með ógnunum tyrkneska verkamenn til að segja sig úr PEO og ganga í tyrkneskt verkalýðsfélag. Tyrkneskum flokksmönnum í AKEL fækkaði einnig vegna þessa ofbeldisástands. En þetta ber ekki svo að skilja að AKEL hafi misst sambandið við tyrkneska verkamenn. Þrátt fyrir átökin eru tyrkneskir félagar í AKEL og eiga fulltrúa í miðstj órninni. Eins og tekið er fram í stefnuskrá AKEL viðurkennir flokkurinn jafnrétti tyrkneska minnihlutans og er reiðubúinn til að tryggja réttindi hans, eins og Makarios forseti og Kýpurbúar. Spurning: Borgarablöðin birta frásagnir um að grískir Kýpur- búar eigi að hafa ofsótt tyrkneska flóttamenn. Hvað getið þið sagt um það? Svar: Tyrkneskir flóttamenn eru vandamál hjá okkur. En af hverju stafar vandinn og hverjir bera sök á honum? Það eru alger ósannindi að halda því fram að tyrkneska flótta- mannavandamálið sé afleiðing af „ofsóknum“ Grikkja. Það hefur ekki verið um neina slíka ofsókn að ræða á Kýpur. Tildrögin eru þau að tyrkneskir þjóðrembingsmenn og hryðjuverkasamtök tyrk- neskra öfgamanna hafa með aðstoð hrezkra hersveita tekið sér fyrir hendur að flytja til annarra héraða (til að mynda til tyrkneska borgarhlutans í Nikosíu) Tyrki sem bæði fyrir og eftir atburðina i desember höfðu lifað í friði við gríska nágranna sína. Tilgangurinn með þessum mannflutningum var sá að koma upp landshlutum með tyrknesku þétthýli og nota þá síðar sem röksemd fyrir kröfum urn skiptingu eyjarinnar eða jafnvel um sjálfstjórn fylkja. Þessir „fólksflutningar" eru framkvæmdir með ýmsu móti. í upphafi er dreift orðrómi um Jrað að Grikkir hafi í hyggju að strá- fella Tyrki, og hinir trúgjörnustu Tyrkir láta hafa sig til þess að flytja á „öruggan“ stað. En yfirleitt ber Jietta herbragð ekki tilætl- eðan árangur, þar sem tyrknesku sveitamennirnir koma ekki auga ú að þeim stafi neinn háski af grískum nágrönnum sínum. Þegar nvíslingarnar bera ekki árangur tekur ofbeldið við. Tyrkir sem neituðu að flytja hafa orðið fyrir ruddalegum árásum. Þannig var tyrkneska ilóttamanna„vandamálið“ búið til. Það er fétl að tyrknesku flóttamennirnir búa við ömurleg skilyrði. Þeir l'afa á köldum vetrum búið í tjöldum, í skólum og öðrum húsa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.