Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 34

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 34
98 R É T T U R hins opinbera á einkarekstrinum, og til nákvœms opinbers eftirlits með eins konar einokunarfyrirtœkjum einkareksturs- ins eða til þjóðnýtingar. Hvað fiskiðnaðinn snertir, þá skiptir um þetta í tvö horn: I aðalþéttbýlinu við Faxaflóa eru á svæðinu frá Sandgerði til Reykjavíkur alls 22 hraðfrystihús, flest staðsett langt frá bygg- ingum þeim þar sem fiskinum er skipað upp, þannig að stundum er fiskurinn keyrður 20—30 kílómetra. 6—7 hraðfrystihús, stór og vel útbúin, staðsett á hafnarbökkum aðalverstöðvanna, með íiskimjölsverksmiðjur áfastar, væri það sem þyrfti. Frá sjónarmiði útvegsins og þjóðfélagsins hefði slíkt verið bezt — og þá eðlilegast að slíkar fiskvinnslustöðvar væru þjóðareign eins og aðalsíldar- verksmiðjurnar. Einstaklingseign og -rekstur á hraðfrystihúsunum við Faxaflóa er bæði óhentugt tæknilega og þjóðhagslega dýrt. Þjóðnýting og raunverulegur stórrekstur á þessu sviði er orðið aðkallandi til lausnar á vandamálum sjávarútvegsins. Keppinautar okkar á erlendum markaði, eins og t. d. Findushringurinn, hafa hraðfrystihús sín stór, þannig að þar vinna jafnvel þúsundir verka- fólks í einu hraðfrystihúsi og þar er hægt að koma við hinni full- komnustu verkaskiptingu. Við verðum að geta keppt við slíka hringa með því að standa þeim á sporði í stórrekstri og skipulagn- ingu. Það getur ekki gengið til lengdar að íslenzk hraðfrystihús gefi sjómönnum lægra verð fyrir fiskinn*) og borgi verkamönnum lægra kaupgjald, en fiskhringurinn í Noregi. Hvað snertir hins vegar fiskiðnaðinn á öllu landinu utan þessa svæðis, þá gegnir nokkuð öðru máli. Þar þarf á hverjum stað fisk- iðjufyrirtæki. Það er liður í sjálfsbjargarviðleitni fólksins á staðn- um. Hér verður því víða að vera smárekstur — og er ekkert um það að fást. En eitt er þó ljóst: tæknilega fer bezt á því að á hverj- um stað sé aðeins ein samstæða fiskiðjufyrirtækja. Og þar sem ófært væri að gefa einhverjum einkaaðila einokunaraðstöðu gagnvart sjómönnum, útvegsmönnum og byggðarlaginu, þarf slíkt fiskiðju- fyrirtæki helzt að vera opinber eign, en máski rekið af nefnd sjó- manna, útvegsmanna og verkafólks. Hins vegar sýna dæmin, þar sem tvenns konar slíkum fyrirtækjum er komið upp, — t. d. á *) NýfiskverS á Islandi er nú 3.24 kr. á kíló fyrir stórþorsk slægðan með liaus, að viðbættum 6% uppbótum, alls 3.42 kr. Norska verðið er 5.65 ísl. kr. á kíló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.