Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 20
84
R É T T U R
1963 kom út ein af ágætustu bókum hans: „Probleme der jungen Generation"
(„Vandamál ungu kynslóðarinnar"), ein hin bezta bók, sem rituð hefur veriS
um þau miklu mál. — Frá 1959 hafa þungbær veikindi hindrað hann í daglegri
ttjórnmálabaráttu, en hann vinnur allt hvað heilsa hans leyfir sem rithöfundur
—og snilld hans hefur sjaldan verið meiri en í þessum síðustu bókum hans.
Grein sú, sem hér birtist, er úr bók, sem hann nú er að skrifa um „List
og sambúð“ og birtist með leyfi höfundar. — E. 0.]
Vélræn efnishyggja fyrri tíma leit á hugsunina sem einhvers
konar heilastrit og hugsanir svita vitsmunalífsins. A vorum dögum
vitum vér hversu hugsanalífið er margslungið fyrirbrigði og mót-
sagnakennt, þ. e. a. s. vér vitum það satt að segja ekki ennþá, vér
erum í þann veginn að kynnast því.
Því miður hafa margir kreddubundnir marxistar samskonar
fábrotinn skilning á mannlegum hugmyndum, hugsanaferli, tilfinn-
ingum, draumum, siðgæði og viðhorfi í listum — telja þetta svita
efnalífs og samfélagsafstæðna, álíta bókmenntir og listir eins konar
snigilhús; sérhver þj óðfélagsstétt og kerfi beri sitt eigið snigilhús
á bakinu, sitt einkasmíð og einskis annars.
í formálanum að „Zur Kritik der politischen. Ökonomie“ talar
Karl Marx um framleiðsluafstæður er svari til ákveðins þróunar-
stigs framleiðsluaflanna:
„í heild mynda þessar framleiðsluafstæður efnahagsbyggingu
þjóðfélagsins, þá raunverulegu undirstöðu sem yfirbygging laga
og stjórnmála hvílir á og á sér samsvörun í ákveðnum tilbrigðum
samfélagsvitundar. Framleiðsluhættir efnahagslífsins móta almenn
einkenni hins samfélagslega, pólitíska og andlega lífs. . . . Þegar
efnahagsgrundvöllurinn breytist, veltist öll hin geysilega yfirbygg-
ing um, ýmist hratt eða hægt. Við rannsókn á slíkum umbreyting-
um verður alltaf að gera greinarmun á efnalegum umbreytingum á
framleiðsluafstæðum efnahagslífsins, sem greina má með náttúru-
vísindalegri nákvæmni — og hins vegar lagalogum, pólitískum,
trúarlegum, estetískum og heimspekilegum, í stuttu máli: hug-
rnyndafræðilegum tilbrigðum, eins og menn skynja þessar mótsetn-
ingar og snúast gegn þeim.“
Gegn öfgaeinföldun.*)
Ég birti þessi ummæli hér, þótt ótal sinnum hafi verið vitnað til
þeirra áður, sem stórmerka uppgötvun og til að vekja athygli á þeirri
*) Kaflafyrirsagnir eru frá tímaritinu sem þýtt er úr, en ekki höfundi. Þýð,
l