Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 11

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 11
R E T T U R 75 Ég kom seint lieim og sofnaði ekki fyrr en eftir miðnætti. Allt í einu heyrðist mér hringt dyrabjöllunni. Ég reyndi að telja mér trú um að mig væri að dreyma, en opnaði augun og heyrði þá hring- inguna greinilega — hringinguna, sem allir andfasistar máttu eiga von á á hernámsárunum og við höfðum oft gert okkur í hugarlund. Éyrsta hugsun mín var sú, að Gestapó væri að leita að Júlek. Ég íór framúr og gekk nokkur skref í dimmu herberginu. — Ég opna ekki. — Ég lagðist aftur út af og breiddi upp yfir höfuð til þess að heyra ekki þessa nístandi hringingu. — En hvað það var gott að Júlek skyldi ekki vera heima! Og Bozka Porova ekki nætur- gestur! Hvað er aí bönnuðum ritum í íbúðinni? Auðvitað, apríl- hefti „Rude pravo“ er stungið á milli bóka í bókaskápnum, og svo er það leynilega útgáfan af „Sögu Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna“, en hún verður ekki auðfundin. — Það var hringt án afláts. Ég fór aftur fram úr, dró fyrir glugg- ann, kveikti ljós og náði í „Rude pravo.“ Slökkti aftur, dró glugga- tjöldin frá, opnaði gluggann, klifraði út á þakbrúnina og kastaði blaðinu í niðurfallsrennuna. Það rann hljóðlega niður. Allt um kring var hjúpað svartnætti. Það hvarflaði aðeins að mér að varpa mér niður frá sjöttu hæð, — þar með væri allt búið! Já, þeir vonast eftir að við brjótum hauskúpurnar á gangstéttunum, en þann greiða geri ég þeim ekki. — Ég fór aftur inn. Hjartað hamraði í hrjósti mér. —- Það var mest um vert að þeir næðu ekki Júlek! Ég hélt mig lieyra tvær hringingar. Ég var sannfærð um að þetta hlyti að vera misheyrn, hélt samt niðri í mér andanum og hlustaði. Ég heyrði samtímis dimma hringingu símans og gjallandann í dyrabjöllunni, auk þess dundu þung högg á útihurðinni. Ég gekk um gólf í myrkrinu. Það marraði í flísagólfinu undir fótum mér, eins og gólfið vildi sefa mig. — Nei, ég opna ekki! Ef til vill hætta þeir hringingunum og fara. — Ég dró aftur fyrir gluggann og kveikti. Ég virti fyrir mér þetta lierbergi sem okkur var svo kært, bókaskápinn á veggnum, skrifborð Júleks, útvarps- tækið sem gerði okkur kleift að hlusta á Moskvu. — Þeir spyrja mig eftir Júlek. Ég segi, að ég viti ekkert um hann, hafi ekki séð hann síðan vorið 1940. Já, auðvitað er hann talinn hér á manntali, hvað annað, og ég er viss um að hann kemur aftur. -— Pyrst þeir komu hingað þýðir það að þeir hafa ekki fundið hann. Sú tilhugsun íriðaði mig dálítið. Ég hafði það á tilfinningunni að lykli væri snúið og opnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.