Réttur


Réttur - 01.05.1964, Síða 11

Réttur - 01.05.1964, Síða 11
R E T T U R 75 Ég kom seint lieim og sofnaði ekki fyrr en eftir miðnætti. Allt í einu heyrðist mér hringt dyrabjöllunni. Ég reyndi að telja mér trú um að mig væri að dreyma, en opnaði augun og heyrði þá hring- inguna greinilega — hringinguna, sem allir andfasistar máttu eiga von á á hernámsárunum og við höfðum oft gert okkur í hugarlund. Éyrsta hugsun mín var sú, að Gestapó væri að leita að Júlek. Ég íór framúr og gekk nokkur skref í dimmu herberginu. — Ég opna ekki. — Ég lagðist aftur út af og breiddi upp yfir höfuð til þess að heyra ekki þessa nístandi hringingu. — En hvað það var gott að Júlek skyldi ekki vera heima! Og Bozka Porova ekki nætur- gestur! Hvað er aí bönnuðum ritum í íbúðinni? Auðvitað, apríl- hefti „Rude pravo“ er stungið á milli bóka í bókaskápnum, og svo er það leynilega útgáfan af „Sögu Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna“, en hún verður ekki auðfundin. — Það var hringt án afláts. Ég fór aftur fram úr, dró fyrir glugg- ann, kveikti ljós og náði í „Rude pravo.“ Slökkti aftur, dró glugga- tjöldin frá, opnaði gluggann, klifraði út á þakbrúnina og kastaði blaðinu í niðurfallsrennuna. Það rann hljóðlega niður. Allt um kring var hjúpað svartnætti. Það hvarflaði aðeins að mér að varpa mér niður frá sjöttu hæð, — þar með væri allt búið! Já, þeir vonast eftir að við brjótum hauskúpurnar á gangstéttunum, en þann greiða geri ég þeim ekki. — Ég fór aftur inn. Hjartað hamraði í hrjósti mér. —- Það var mest um vert að þeir næðu ekki Júlek! Ég hélt mig lieyra tvær hringingar. Ég var sannfærð um að þetta hlyti að vera misheyrn, hélt samt niðri í mér andanum og hlustaði. Ég heyrði samtímis dimma hringingu símans og gjallandann í dyrabjöllunni, auk þess dundu þung högg á útihurðinni. Ég gekk um gólf í myrkrinu. Það marraði í flísagólfinu undir fótum mér, eins og gólfið vildi sefa mig. — Nei, ég opna ekki! Ef til vill hætta þeir hringingunum og fara. — Ég dró aftur fyrir gluggann og kveikti. Ég virti fyrir mér þetta lierbergi sem okkur var svo kært, bókaskápinn á veggnum, skrifborð Júleks, útvarps- tækið sem gerði okkur kleift að hlusta á Moskvu. — Þeir spyrja mig eftir Júlek. Ég segi, að ég viti ekkert um hann, hafi ekki séð hann síðan vorið 1940. Já, auðvitað er hann talinn hér á manntali, hvað annað, og ég er viss um að hann kemur aftur. -— Pyrst þeir komu hingað þýðir það að þeir hafa ekki fundið hann. Sú tilhugsun íriðaði mig dálítið. Ég hafði það á tilfinningunni að lykli væri snúið og opnað.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.