Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 52

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 52
116 R É T T U R <‘ii ekki sem svaladrykk eða mungát o. s. frv. Hins vegar er svo skiptagildi vörunnar, sem felst í því, að fyrir ákveðið magn af einni voru er hægt að fá ákveðið magn af annarri ólíkri vörutegund. Bruggarinn og bakarinn skipta á einum lítra af bjór og einu kílói af brauði. Þannig er hægt að breyta notagildunum hvert í annað í ákveðnu skiptahlutfalli. Hvað er það nú, sem er hinum ólíku vörum sameiginlegt, svo að hægt er að jafna þeim hverjum við aðra og skiptast á þeim? Marx kemst að þeirri niðurstöðu fyrir rúmum hundrað árum, að þetta sameiginlega sé vinnan, vinnutíminn, sem fór í að búa vörurnar til. Skilyrði þess að unnt sé að leggja sömu mælistiku á ólíka hluti, er það, að þeir hafi einhvern sameiginlegan drátt eða eiginleika. T. d. skilyrði þess, að hægt sé að vega hluti á vog, er það, að þeir liafi þyngd. Eða samkvæmt vísindalegri skilgreiningu, að ákveðinn kraft- r,r, mismunandi eftir efnismassa hlutanna, dragi þá inn að jarðar- iniðju. Vörur eru notagildi, sem eru verðmœtar í sjálfu sér — hafa gildi, eins og sagt er — í hlutfalli við þá vinnu, sem þurfti lil fram- leiðslu þeirra. En vinna er hér skilgreind sem almennt álag manns- líkama og mannshugar eða líkamlegt og andlegt erfiði. Þetta er tvíeðli vörunnar, sem ég drap á að framan: notagildi og gildi. Tví- cðli vörunnar stafar aftur á móti af tvieðli vinnunnar. 1 fyrsta lagi er vinnan einhver hlutkennd athöfn, beinist að einhverju sérstæðu, er unnin til að búa til einhver sérstök notagildi. 1 þessum skilningi er auðvitað bruggaraiðnin gjörólík hakaraiðninni, og ekki stendur slátraraiðnin þessum hóti nær. En bæði bruggarinn og bakarinn þreytast við sína vinnu, og í þeim skilningi er vinnan almenns eðlis. Nú er við höfum velt vöruskiptunum þetta mikið fyrir okkur og uppgötvað tvíeðli vinnu og vöru, þá komum við að næsta stigi rök- semdafærslunnar, sem fjallar um mótsetningu vöruframleiðslunnar. Það er nefnilega viss mótsetning eða innri mótsögn fólgin milli hlutstæðrar vinnu (sem býr til notagildin — ef svo má segja) og almennrar vinnu (sem er grundvöllur gildisins sem slíks). Höldum áfram dæminu um handiðnamennina þrjá. Bakarinn og slátrarinn skiptast á sínum vörum og hafa nóg að bíta og brenna. En nú þarf bruggarinn líka að fæða hyski sitt og fer til bakarans og slátrarans með bjór sem skiptagildi. Þeir hafa Jiins vegar enga þörf fyrir bjór og neita að skipta. Þá er komin hér oíurlítil offramleiðslukreppa: Annars vegar bjór, sem framleið- andinn hefur ekkert við að gera, hins vegar hrauð og kjöt, sem ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.