Réttur


Réttur - 01.05.1964, Síða 34

Réttur - 01.05.1964, Síða 34
98 R É T T U R hins opinbera á einkarekstrinum, og til nákvœms opinbers eftirlits með eins konar einokunarfyrirtœkjum einkareksturs- ins eða til þjóðnýtingar. Hvað fiskiðnaðinn snertir, þá skiptir um þetta í tvö horn: I aðalþéttbýlinu við Faxaflóa eru á svæðinu frá Sandgerði til Reykjavíkur alls 22 hraðfrystihús, flest staðsett langt frá bygg- ingum þeim þar sem fiskinum er skipað upp, þannig að stundum er fiskurinn keyrður 20—30 kílómetra. 6—7 hraðfrystihús, stór og vel útbúin, staðsett á hafnarbökkum aðalverstöðvanna, með íiskimjölsverksmiðjur áfastar, væri það sem þyrfti. Frá sjónarmiði útvegsins og þjóðfélagsins hefði slíkt verið bezt — og þá eðlilegast að slíkar fiskvinnslustöðvar væru þjóðareign eins og aðalsíldar- verksmiðjurnar. Einstaklingseign og -rekstur á hraðfrystihúsunum við Faxaflóa er bæði óhentugt tæknilega og þjóðhagslega dýrt. Þjóðnýting og raunverulegur stórrekstur á þessu sviði er orðið aðkallandi til lausnar á vandamálum sjávarútvegsins. Keppinautar okkar á erlendum markaði, eins og t. d. Findushringurinn, hafa hraðfrystihús sín stór, þannig að þar vinna jafnvel þúsundir verka- fólks í einu hraðfrystihúsi og þar er hægt að koma við hinni full- komnustu verkaskiptingu. Við verðum að geta keppt við slíka hringa með því að standa þeim á sporði í stórrekstri og skipulagn- ingu. Það getur ekki gengið til lengdar að íslenzk hraðfrystihús gefi sjómönnum lægra verð fyrir fiskinn*) og borgi verkamönnum lægra kaupgjald, en fiskhringurinn í Noregi. Hvað snertir hins vegar fiskiðnaðinn á öllu landinu utan þessa svæðis, þá gegnir nokkuð öðru máli. Þar þarf á hverjum stað fisk- iðjufyrirtæki. Það er liður í sjálfsbjargarviðleitni fólksins á staðn- um. Hér verður því víða að vera smárekstur — og er ekkert um það að fást. En eitt er þó ljóst: tæknilega fer bezt á því að á hverj- um stað sé aðeins ein samstæða fiskiðjufyrirtækja. Og þar sem ófært væri að gefa einhverjum einkaaðila einokunaraðstöðu gagnvart sjómönnum, útvegsmönnum og byggðarlaginu, þarf slíkt fiskiðju- fyrirtæki helzt að vera opinber eign, en máski rekið af nefnd sjó- manna, útvegsmanna og verkafólks. Hins vegar sýna dæmin, þar sem tvenns konar slíkum fyrirtækjum er komið upp, — t. d. á *) NýfiskverS á Islandi er nú 3.24 kr. á kíló fyrir stórþorsk slægðan með liaus, að viðbættum 6% uppbótum, alls 3.42 kr. Norska verðið er 5.65 ísl. kr. á kíló.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.