Réttur


Réttur - 01.05.1937, Page 4

Réttur - 01.05.1937, Page 4
inn, sem bezt studdi verkamenn og smábændur í hinni löngu og erfiðu Borðeyrardeilu. Það var hann, sem árum saman barðist fyrir hækkun og samræmingu kaupgjalds við vegagerðir ríkissjóðs. Kommúnista- flokkurinn hafði alla tíð forustu fyrir sjómönnum í hinni áralöngu baráttu þeirra fyrir lágmarkstrygg- ingum á síldveiðum og vann í því máli stóran sigur s.l. sumar. Hann hóf baráttu fyrir auknu öryggi og bætt- um vinnuskilyrðum við höfnina í Reykjavík, og átta stunda vinnudegi þar. Hann veitti verkamönnum allt lið er hann mátti í Novudeilunni. Hann studdi járn- smiðina í hinni löngu baráttu þeirra. Flokkurinn hafði forgöngu um stofnun Pöntunarfélags verkamanna í Reykjavík. Seint og snemma hefir það verið æðsta boðorð flokksins að skipuleggja allt vinnandi fólk til baráttu fyrir hagsmunum sínum, efla varnir þess fyrir árásum á lífskjörin, treysta raðir þess og brýna vopn þess í sókn gegn afturhaldinu. — I stuttu máli: Kommún- istaflokkurinn hefir verið djarfasti og árvakrasti for- ustuflokkur alþýðunnar undanfarin sex ár. Hann hef- ir skipulagt baráttu hennar, og unnið með henni f jölda sigra. Og aleinn hefir hann unnið hana til fylgis við ýms þau verkefni, sem nú er mest barizt um í þessum kosningum, svo sem uppgjör Kveldúlfs og að hreinsað sé til í stjórn Landsbankans. — Að launum hefir flokkurinn hlotið óskorað traust alls hins stéttvísasta hluta verkalýðsins og millistéttanna, og á nú að baki sér öruggt kjörfylgi 4—5 þúsund alþingiskjósenda. En saman við hina farsælu baráttusögu Kommún- istaflokksins rennur önnur saga. Það er sorgarsagan um afstöðu sumra Alþýðuflokksforingjanna til ýmsra þeirra nauðsynjamála, sem alþýðan hefir borið fram til sigurs undir forustu kommúnista. Stundum glott- andi afskiptaleysi, eins og t. d. í árásum heildsalanna á Pöntunarfélag verkamanna, Borðeyrardeilunni, 84

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.