Réttur


Réttur - 01.05.1937, Síða 6

Réttur - 01.05.1937, Síða 6
stórvirki um hagnýtingu og sölu fiskiafurða miðað við allar aðstæður og bjargað sjávarútveginum furðuvel út úr þeim örðugleikum, sem lokun Spánar- og að miklu leyti ítalíumarkaðarins höfðu í för með sér. Einnig afnámu þeir, þótt seint væri, hinn allræmda Gismondi-mútuskatt þeirra Thórsbræðra af saltfiski. En þegar þjarma átti verulega að Kveldúlfsíhaldinu og Landsbankaklíku þess, þá fór samvinnan skyndi- lega út um þúfur. Viðskulum nú stuttlega athuga, hvaða orsakir lágu til samvinnuslitanna, og hvert viðhorf nú hefir skap- azt. Árum sanrian hefir Kommúnistaflokkurinn sýnt fram á það, að Landsbankaklíkan er sterkasta stoð afturhaldsins hér á landi, svo sterk að hún hefir í fjölda mála tekið húsbóndavaldið af sjálfu Alþingi og ríkisstjórninni og eflaust á ýmsan hátt spillt starfi og hindrað framkvæmdir, Alþýðuflokksmanna, þar sem þeir stjórna bæjarfélögum. Sem dæmi má nefna það þegar Haraldur Guðmundsson, atvinnumálaráð- herra var þvingaður til að gefa Kveldúlfsmönnum, með bráðabirgðalögum, einkasölu á íslenzkum saltfiski, nokkrum vikum eftir að Alþingi hafði samþykkt lög er stefna í þá átt að hnekkja valdi einkabraskaranna. Hina auðmýkjandi yfirlýsingu til brezkra banka, er Magnús Sigurðsson neyddi Eystein Jónsson, fjármála- ráðherra, til að gefa. Enn má nefna hinn alræmda þýzka samning, sem ríkisstjórnin var neydd til að ganga að vegna gjaldeyrisvandræða. En þar eru fólg- in ákvæðin um Persil-innflutninginn, sem tvímæla- laust eru eins dæmi í milliríkjasamningum frjálsra þjóða, því þar er beinlínis tekið fram að flytja skuli inn þvottaefni fyrir tiltekna upphæð frá verksmiðju þeirri, er Magnús Kjaran, heildsali, er einkaumboðs- maður fyrir. Eru þau ákvæði vitanlega 1 hróplegustu mótsögn við yfirlýsta stefnu þings og stjórnar um

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.