Réttur - 01.05.1937, Síða 27
iíomulagi hliðstæðra flokka í Þýzkalandi, sem gerði
fasistum valdatökuna svo auðvelda árið 1933. Svo
hefir virzt um skeið sem kappkostuðu vinstriforingj-
ar á Alþingi að gera hvert ágreiningsmál sín á milli að
óbrúandi hafi, en höfuðóvinurinn hefir verið lagður á
hilluna til þess að samherjarnir gætu barizt. Einna
fjarst frá öllum tengslum við umbjóðendur sína,
vinstrikjósendur í landinu, hafa foringjarnir komizt
í hinum einkennilegu þingdeilum sínum um tvenn
bráðabirgðalög á dögunum. Suma daga hefir litið svo
út sem foringjarnir væru í sérstöku kapphlaupi eftir
því málefni, sem hentugast væri til að koma í veg
fyrir alla vinstri samvinnu og létta íhaldinu valda-
tökuna. Þetta atferli hefir orðið þess valdandi að ýms-
ir einlægustu vinstri menn í landinu, úr öllum flokk-
um, ræða nú um hverra ráða skuli neytt til að binda
enda á slíkan óvinafagnað, en sameina alla vinstri
krafta í landinu til bandalags, efla þá til sameigin-
legra átaka og gagnkvæmrar tilhliðrunar í þeim kosn-
ingum, sem fara í hönd.
Ég vil aðeins minnast hér á tvö lagaírumvörp, sem
íoringjarnir hafa deilt um opinberlega og látið í veðri
vaka að í þeim málum væri ekki til samkomulags-
grundvöllur milli vinstriflokkanna í landinu. Annað
frumvarpið er frá Alþýðuflokknum um alhliða við-
reisn sjávarútvegsins, sem m. a. kveður svo á að ríki,
bæjarfélög og einstaklingar skuli í senn gerast rek-
endur togaraflotans, og byggist þessi lausn á þeirri
staðreynd að einkafyrirtæki þessa atvinnuvegar eru
að verða gjaldþrota og enginn einkabanki til í land-
inu að endurreisa raunverulegan einkarekstur á þess-
iim atvinnuvegi.
Kjarninn í stefnuskrá íhaldsins í sjávarútvegsmál-
um er sá, að það eigi að láta prívatmenn hlaupa burt
með ágóðann af þessum atvinnuvegi, en ,,þjóðnýta“
töpin. Þetta er öfug þjóðnýting, hin algera andstæða
107