Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 7

Réttur - 01.03.1941, Page 7
aldarrekstri né hernaöi, heldur aðeins sambland af andstyggö, vorkunn, fyrirlitningu og aðhlátri, og pikkólóinn þykist jafngóöur og liösforinginn, þar hlýtur þaö aö láta afkáralega í eyrum aö heyra her- mannaföt beðin fyrirgefningar í dagblööunum, — enda ekki vænlegt til að auka viröingu fyrir þessum fatnaöi. Það er almannamál út um heim, og frægt af bók- menntum, að gáfnastig herforingja í venjulegum kapí- talistaherjum sé hiö lægsta sem hægt er aö komast utan fávitahælanna, en í venjulegum kapítalistiskum her eru hinir heimskari pabbasynir hafðir fyrir for- ingja, auövaldsdrengir þeir, sem til einskis duga í borg- aralegu lífi eru settir þangaö í krafti peninga sinna, eða pabbanna. Gáfaöir alþýöupiltar hafa í kapítal- istaher enga möguleika til aö vinna sig upp úr því aö vera „common dirt“. Þetta á ekki viö um einn her fremur en annan. Til dæmis voru núverandi liösfor- ingjar þýzka hersins, „hinir 100 þúsund her- menn“ Weimarlýöveldisins, allir útvaldir „þussar“ frá þýzkum peningaheimilum. Þá sjaldan meðal- greindur maöur kemst upp í herforingjastööu í auð- valdsher verður hann venjulega heimsfrægt mikil menni á stuttum tíma, eins og t. d. Arabíu-Lárus. Áhugamál herforingja eru eft'ir því. Til dæmis átti Joffre, einn aðalforstjórinn í stríðsrekstri kapítalista 1914—18, eitt áhugamál framar öllu öðru, og það var að láta ekki vekja sig fyrir kl. 6 á morgnana. Hann var svo sljór, aö hann skildi ekki venjulegan brandara. Á svipuðu stigi var gáfnafar Hindenbmgs. Þegar dreifibréf það komst á gang, sem verkamaöur hér í bænum, Hallgrímur Hallgrímsson, hefur ver- ið dæmdur fyrír að hafa þýtt á lýtalausa ensku, „með hjálp stúlku sem dvalið hefur í enskumælandi löndum“, þá skrifaði einhver hershöfðingi, sem ekki lét nafns síns getið, í blöðin hér, að dreifing þessa k. 7

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.