Réttur - 01.03.1941, Side 13
inni. Var nú stungiö upp á nokkrum traustum og
reyndum félagsmönnum til að’ taka sæti í nefndinni.
En þegar hér var komið neitaöi fundarstjórinn, Héð-
inn Valdimarsson, að láta fara fram atkvæðagreiðslu
um uppástungur í nefndina og sleit fundi. Með þess-
um brotum á fundarsköpum og lögum félagsins fékk
Héöinn því áorkað, sem reiö baggamuninn í verkfall-
inu. Það var verra en stjórnlaust frá upphafi.
Daginn eftir hófst verkfalliö og var þá algert og
samtökin prýðileg.
En nú kom þaö á daginn, að herstjórn Breta hér
á landi hafði ákveðið aö skerast í leikinn gegn ís-
lenzkum verkamönnum til aðstoðar íslenzku millj-
ónamæringunum, sem Bretar sýnilega litu á sem
bandamenn sína. Þeir létu sér ekki nægja að neita
því að greiða taxta Dagsbrúnar, heldur hófu þe'ir al-
mennt verkbann gegxi íslenzkum verkamönnum, þar
á meðal múrurum og öðrum þeim, sem þeir höfðu
áður fallizt á að greiða það kaup, sem upp var sett.
En þeir gerðu betur. Þeirri Grýlu hafði mjög verið
haldið á lofti af málsvörum atvinnurekenda að Bret-
ar myndu láta flytja inn erlenda verkamenn, ef ís-
lendingar létu sér ekki lynda það kaup, sem þeim
væri skammtaö. Brezka herstjórnin lét ekki á sér
standa að staðfesta þetta og gaf út yfirlýsingu, þar
• sem því er hótaö að íslenzkir verkamenn verði ekki
framar teknir í vinnu hjá hernum, ef verkfallinu
verði ekki strax aflétt. Menn þóttust sjá fingraför
Eggerts Claessens og Vinnuveitendafélagsins á öllu
þessu. Og það hefur nú fengizt staöfest. Fulltrúar
múrarasveina spuröust fyrir um þaö hjá herstjóm-
inni hverju þaö sætti aö þeir væru ekki látnir koma
til vinnu eins og þeim hefði í fyrstu veriö tilkynnt,
eftir að þeir settu taxtann, en verkbanninu gegn þeim
var haldið áfram í næstum tvær vikur eftir aö verk-
falli Dagsbrúnar var aflétt. Þeim var tjáð að það væri
13