Réttur - 01.03.1941, Blaðsíða 22
Bretasleikjanna út þeirri firru aö Bretar myndu hætta
aö láta íslenzka verkamenn vinna aö herbúnaöi sín-
um, ef verkamannalistinn færi með sigur af hólmi.
Þessu var trúaö og reið það baggamuninn. íhaldshst-
inn var kosinn með nokkuö yfir 800 atkvæðum, verka-
mannalistinn fékk tæp 500 atkvæöi og Alþýðuflokks-
listinn tæp 400. Sjaldan hefur íslenzk niðurlæging
tekið á sig öllu óhugnanlegri mynd en í þessum mála-
flutningi. Bágindi verkamanna voru notuð til að
þröngva þeim til að kjósa eftir reglunni: heiðra skaltu
skálkinn svo hann skaði þig ekki. Þeim var hótað, að
þeir skyldu fá að kenna á svipu atvinnuleysisins og
heimili þeirra svelt, ef þeir ekki kysu erindreka stétt-
arandstæðinganna 1 stjórn síns eigin félags. En frá
sjónarmiði stjómarblaöanna, sem eru málgögn vald-
hafa, er hafa það í hendi sér aö fá hverjum vinnufær-
um íslendingi nytsamt verk aö vinna, er þaö hiö
hræðilegasta, sem fyrir getur komið, ef Bretar skyldu
nú hætta hernaðaraögerðum sínum hér á landi, en ís-
lenzkir verkamenn yrðu látnir nota starfsorku sína
til að skapa varanleg verömæti fyrir land sitt. Og þó
eru þessir valdhafar að kafna í pappírspeningum, sem
geta orðið verölausir áður en varir.
Þetta er skýringin á því að enginn klappaöi þegar
Héðinn tók við formannsstörfum. Kjósendurnir voru
niðurlútir og eins og blygðuðust sín.
Til samanburðar má geta þess, að í fyrra fékk listi
með Héðinn Valdimarsson í formannssæti, studdur
af Sósíalistaflokknum, nokkuð yfir 600 atkvæði. Fyr-
ir tveimur árum þegar Alþýðuflokkurin hafði sjálf-
stæðan lista 1 kjöri fékk hann rúmlega 400 atkvæði.
En síðast þegar verkamannalista var stillt með stuðn-
ingi Kommúnistaflokksins fékk hann rösk 200 at-
kvæði.
22