Réttur


Réttur - 01.03.1941, Side 23

Réttur - 01.03.1941, Side 23
Ógnir styrjaldariimar færast nær. Vopnaðar þýzkar könnunarflugvélar eru nú farnar að venja komur sínar hingað til lands og þykir flest- um þaö vera fyrirboði stærri tíöinda. Bretar hafa tek- ið á móti gestum þessum með allt öðru sniöi en flest- ir munu hafa búist við að óreyndu. Flugvélar þessar hafa getað rekið erindi sitt af hinni mestu prýði, skoðað mikilvægar herstöövar í krók og kring í ró og næði og tekið ljósmyndir. Engin alvarleg tilraun hef- ur verið gerð af hendi Breta til að fara á móti þeim og neyða þær til að lenda. Nú eru aðalherstöðvar Breta í Reykjavík, þar sem mestur hluti íslendinga og öll helstu verðmæti þeirra eru saman komin. íbúar Reykiavíkur eru því í miklum háska staddir, og ef marka má reynsluna, er þeim engin stoð í vörn- um Breta. Nokkrar þýzkar sprengjuflugvélar geta lagt Reykjavík í rústir fyrir þeim. Borgarbúar era svo illa staddir sem mest má vera, þar sem engin sprengjuheld loftvarnabyrgi eru til og húsin mjög veigalítil. Nú fyrst eru augu manna aö opnast fyrir því að meö komu sinni hingaö hafa Bretar stofnað okkur í hina mestu hættu og dregiö okkur inn í hring- iðu styrjaldarinnar, en viö erum jafn varnarlausir og berskjaldaöir eftir sem áður. Af hálfu íslenzkra stjórnarvalda hefur bókstaflegi ekkert verið gert aö gagni til öryggis landsbúum. Rík- isstjórnin hefur aldrei gert annaö en kyssa. á vönd Bretans, aldrei hefur hún mælst til þess aö hann legöi eyri fram til vemdar lífi og limum íslendinga, ef háska ber að höndum. Svo lágt lúta þessir leppar hins erlenda herveldis, aö þegar bæjarfulltrúar sósíal- ista í Reykjavík fluttu fyrir skemmstu tillögu um, aö bæjarstjómin færi þess á leit viö Breta, aö þeir létu byggja sprengjuheld skýli fyrir bæjarbúa á sinn kostn- aö, þá felldu fulltrúar þjóöstjórnarinnar þá tillögu. 23

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.