Réttur


Réttur - 01.03.1941, Side 26

Réttur - 01.03.1941, Side 26
um þaó að æsa þjóðina upp í stríðstryllingu. Það er til dæmis talið, að ítalir geti ekki framleitt nema svo sem 350 flugvélar á mánuði, og er þaö ekki einu sinni tíundi hluti af framleiðslugetu Sovétríkjanna eöa Þýzkalands á þessu sviði. ítali skortir algerlega mörg hráefni, sem nauðsyn- leg eru til hernaðar, svo sem togleður, króm og fósfat. Framleiðsla landsins fullnægir aðeins tæplega 1% af olíuþörf þeirra, fúmlega 3% af kolaþörfinni, álíka miklu af eirþörfinni o. s. frv. Af jámi og stáli fram- leiða þeir liðlega þriðjung þess, er landið þarfnast. ít- alir eru því líkt stæðir og Japanir að því leyti, að þeir verða að flytja inn langflest af því, sem til hemaðar þarf, og þó að fjárhagur landsins væri ekki jafnbág- borinn og verið hefur, einkum eftir styrjaldirnar í Ab- essiníu og á Spáni, væri styrjaldarrekstur á þeim grundvelli nógu erfiður. Þaö er óhætt að fullyrða, að ítalir hafi ekki fyrir styrjöldina getað safnað sér hrá- efnabirgðum, sem nokkm nemi, en síðan Mussolini sagði bandamönnum stríð á hendur síðastliðið sum- ar, hafa þeim verið lokaöar leiðirnar til hráefnaland- anna, bæði um Súezskurð og Njörvasund. Eftir þess- um leiðum fengu þeir árið 1938 fimm sjöttu hluta af öllum innflutningi sínum, og af þeim innflutningi voru þrír fjórðu hlutar hráefni, sem þeir þarfnast, þar á meðal öll sú olía, er herskipaflotann og flugliðið vantar. En nú er vitanlegt, aö Þjóðverjar eru ekki af- lögufærir í þessu efni, sízt að því er olíuna snertir. Þetta gæti skýrt það, hve ítalski flugflotinn hefur verið athafnalítill að undanförnu, að því er virðist, og þá ekki síður ítölsku herskipin, sem mörg ganga fyr- ir olíu. Þjóöverjar geta ekki séð ítölum farborða 1 langri styrjöld, enda má telja víst, að Mussolini hefði ekki steypt sér út i þessa styrjöld, ef hann hefði ekki treyst því, að henni væri lokiö með hruni Frakklands. En 26

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.