Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 27

Réttur - 01.03.1941, Page 27
því lengur sem styrjöldin dregst á langinn, því þyngri ómagi verður Mussolini á félaga sínum, Hitler. Þegar þetta er athugað, og svo hemaöaraðstaöan við Miðjarðarhaf, er gangur styrjaldarinnar í Afríku mjög skiljanlegur. ítalir eru þar einangraðir á allar hliðar, bæði frá hráefnasvæöum jarðarinnar og eins heimalandinu, vegna flotaveldis Breta. Hinsvegar geta Bretar haldið uppi öllum aðflutningsleiöum sínum. Hvernig sem herstjórn ítala kann að hafa verið, er ekki hægt að reka nútímahernað með árangri, án þess að geta endumýjað birgðir hersins jafnóðum og þær ganga til þurröar. Mussolini hlýtur því aö iöra sárlega glappaskot það, er hann gerði með því að fara aö skipta sér af þessari styrjöld. ítalir eru nú að bíða fullnaðarósigur í Afríku. Þeir eru að missa allt nýlenduveldi sitt. Hver áhrif mundi slíkt hafa á Ítalíu sjálfri? Það er vitanlegt, að langsamlega meiri hluti ít- ölsku þjóöarinnar var andvígur þátttöku í styrjöld- inni, og mikill hluti þjóðarinnar hatar fasismann, sem kúgað hefur hana um nærfellt tveggja áratuga skeið. Nú þegar eru farnar aö berast fregnir um alvarlega ólgu á ítalíu, þó að þær fréttir kunni aö vera orðum auknar, að komið hafi til reglulegra uppreisna þar sumsstaðar. Úrslitaósigur í Afríku hlyti aö hleypa skriðunni af staö, þeirri skriðu, sem sópa mundi burt Mussolini og öllu hans fasistahyski. Raunar er ekki aö efa, að Hitl- er sjái þessa hættu og reyni að koma í veg fyrir hana, blátt áfram meö því að hemema landið. En til eru aörir aöiljar, sem ekki munu óttast síður en Hitler afleiöingarnar af hmni ítalska fasismans og þeirri fólkshreyfingu, sem það hlyti að hafa í för með sér. Þetta eru auðkýfingarnir og valdamennirnir í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það er því engan veg- 27 L

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.