Réttur - 01.03.1941, Side 34
ið, hæga, mjúka sogið, sem líktist andardrætti sof-
andi manns, þungu undirölduna, sem vissi á brim. —
Háu, öskrandi kvikurnar, sem skullu í grjótiö og herj-
uðu fjöruna meö mismunandi áfergju, allt upp í stór-
brimið um haustið, sem braut upp kjallarann og var
nærri búið að kippa húsinu áf grunninum. Þá höfðu
víst allir verið hræddir nema hún. Hún var ekki
hrædd við sjóinn, og þegar hún var ein fann hún
stundum til ' undarlegrar löngunar að láta öldurn-
ar vagga sér í svefn og gleyma öllu — öllu. Þær höfðu
einhver sefjandi áhrif á hana, og það var svo gott að
geta gleymt.
En í þetta sinn fengu þær hana ekki til að gleyma.
Hún hafði tengt svo marga drauma um breytt og
betra líf við það að mamma hennar fengi þessa stööu.
Hlýja, snotra íbúð innarlega í bænum, fallegri föt,
betra fæð'i, kannski skemmtanir, ef heilsan leyfði. —
Nei, hún ætlaði ekki að vera heimtufrek, láta mömmu
sína ráða öllu, en það að vita hana hafa eitthvað
milli handa var sigurglöð tilhugsun. Vikum saman
höfðu þær beðið eftir fullnaðarsvari, og nú var hún
orðin nærri því vonlaus um allt saman.
Hún litaðist um í fátæklegu stofunni. — Hún hafði
dökk augu eins og móðir hennar, en var hvergi nærri
eins lagleg. — Hvað það væri yndislegt að mega loks-
ins fara burt frá þessu dökka, tjásulega veggfóðri,
þessu hrufótta gólfi og kuldanum, sem var heilsu
hennar ofraun. — Ó, hvað henni hafði oft liðið illa
innan þessara fjögurra veggja.
Átti hún að fara upp á loftið til Guörúnar gömlu
og sitja hjá henni þangað til mamma hennar kæmi?
Ænei, ekki var betra að bíða þar og hlusta á masið
í aumingja kerlingunni. Eða yfir í íbúðina hinumeg-
in? Nei, það var verst af öllu. Stelpurnar þar töluðu
aldrei um annað en tízkukjóla, böll og stráka og
spurðu hana spjörunum úr um allt, sem þær héldu
34