Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 39

Réttur - 01.03.1941, Page 39
hitta yður aftur. — Það er nú svona, að mér stend- . ur þetta á nokkuö miklu”. „Frú Málfríður” — sagði hann, en þá hringdi sím- inn. Hann greip heymartækið, heilsaði einhverjum, játaði, neitaði, taláði um eitthvaö, sem hún botnaði ekkert í, hló og gerði að gamni sínu. — Henni fannst þetta. óratími. Loks lagði hann tækið frá sér, hagræddi sér í sæt- inu og festi á henni augun. „Mér þykir það ákaflega leitt frú Málfríður, en því miður getur ekki orðið af þessu. — Ég hef þegar ráðið aðra til starfans”. — Nú vissi hún það. — Ó, þetta var það sem hún hafði kviðið mest, en ekki trúað af því hún treysti blíðum og hughreystandi orðum þessa manns, sem nú slöngvaði þessu svona rólega framan í hana. — Varir hennar titmðu og hún gleymdi í svipinn allri feimni. „Er það þannig? Mér skildist þó á yður í vet- ur, að ég mætti eiga þetta nokkumvegin víst. — En ég sé, að ég hef borið alltof mikið traust t'il yöar“. Hún gerði sig líklega til aö standa upp, en hann stöðvaði hana. „Við skulum tala betur út um þetta, frú Málfríður, sagði hann með sinni rólegu, þýðu rödd. „Það er á- byggilega misskilningur hjá yður, aö ég hafi lofaö yður nokkru um þetta. Ég sagðist aðeins ætla að at- huga málið. Síðan bárust mér ýmsar umsóknir, þar á meðal frá stúlku, sem hefur ágætispróf frá verzl- unarskóla og öll hin beztu meðmæli. — Þér sjáið sjálf, að slíkt verður að taka til greina. Hinsvegar vildi ég gjarnan verða yður að einhverju liði, því eins og þér minntust á í vetur ,var ég einu sinni kunnugur manninum yðar“. — Hún var svo reið, að hún hefði helzt viljaö ausa yfir hann blóðugum skömmum, en það var sem farg lægi á brjósti hennar, og þegar hún leit á hið bjarta 39

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.