Réttur


Réttur - 01.03.1941, Side 43

Réttur - 01.03.1941, Side 43
í hlé, þegar líf þeirra varð fátæklegra og fátæklegra, reyndi hún sífellt að dylja það fyrir henni. — Henn- ar vegna hafði hún aldrei möglað á hverju sem gekk. Og þó vissi hún að það var árangurslaust. Vanheilsa telpunnar geröi hana einmitt svo ægilega skarp- skyggna. — Hún gerði bara sjálfa sig hlægilega fyrir alla sína misheppnuðu nærgætni. — Það hafði Tóta stundum látið hana heyra með nístandi lítilsvirðingu, sem brenndi sig inn í sál hennar. — Og mitt í öllu þessu hafði hún þó búið yfir dul'inni von um, að ein- hverntíma hlyti hagur hennar að batna og lífiö brosa við henni á ný. — En svo óhyggin kona sem hún þurfti víst ekki að búast við neinum óvæntum höppum, heimurinn kæröi sig ekkert um hana ,alltaf myndu veröa nógir til að troða sér fram fyrir hana. Það eina, sem hún hefði getað verzlað með, voru leifarnar, sem hún átti eftir af æsku sinni og fríðleik — en þær vildi hún ekki selja, eða geröi það að minnsta kosti ekki. — Og þó hafði hún aldrei, aldrei þráð jafnheitt að styðj- ast við þann ,sem væri sterkari en hún. Hún gekk hratt norður bæinn. — Á einum staö sá hún nokkrar konur vera að skoöa vörur 1 búðar- glugga. Þær minntu hana á konumar, sem daginn áöur höfðu verið drepnar í sólheitri, fjarlægri borg. Ósjálfrátt reyndi hún að framkalla aftur skelfinguna, sem stundu áöur hafði komið henni til að gleyma eig- in áhyggjum, en nú hafði þetta engin áhrif á hana. Örveikur sunnanblær kom við vanga hennar eins og hlý hönd. Vorið var að koma, en hvað hafði það að færa henni — bara sama stritið og ráðleysið og fyrr. — Vissi hún kannski ekki, hvað algengt það var og hafði alltaf verið, að menn lifðu ekkert upprof, fengu enga uppreisn, enga leiöréttingu mála sinna? Og í gömlu húsi út með sjó sat fimmtán ára 43

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.