Réttur


Réttur - 01.03.1941, Side 47

Réttur - 01.03.1941, Side 47
síðar hafa haft áhrif á mótun hennar, þá fer hitt ekki milli mála, að viðfangsefnið er alltaf hið sama, það er viðhorfið gagnvart rétti hins sterka til að kúga hinn, sem er minni máttar. Og í síðari söguna, sem ég hefi einkum talað um, leggja báðir aðilar saman og fella skoðanir sínar saman í ein táknræna heild. Hinn kúgaði leggur til hugmyndina um hið uppruna- lega bræöralag, svo náið sem frekast getur, þar sem þeir hvíla saman í móöurkviði. Hann heldur líka fast á þeirri staöreynd, að hinn vinnandi lýður er borinn sem arftaki að auðæfum jarðarinnar. Kúgarinn vitn- ar aftur á móti í fyrirheit öllu ráöandi guðavalda og blessun látinna kynslóða, en olnbogabarnið bætir því við, að sú blessun hafi verið fengin með svikum og rangindum. Og að lokum leggur hin kúgaða alþýða sárustu harma sína inn 1 söguna, auðmýkt sína og undirgefni, en um leið hina eilífu bæn sína um ein- hverja líkn, þó ekki sé nema aðeins ein lít'il blessun, sem geymd hefur verið þegar búið er að úthluta til annarra öllum forréttindum til veraldargæöanna. En hinni auðmjúku bæn er alltaf svarað á hinn sama veg: Það er ekkert til handa þér, því miður — því mið- ur var búið að láta aðra fá allt saman. í myrkri ör- væntingarinnar Ijómar aðeins einn geisli, ekki bæn- heyrsla, ekki eiginlega fyrirheit, heldur tilkynning: ,,En svo mun fara, er þú neytir allrar orku þinnar, að þú munt brjóta sundur ok hans af hálsi þínum“. III. Tímarnir breytast óöfluga, og síðan hún mynd- aðist sagan um þá bræðurna Jakob og Esaú, hafa svo nefndir „nýir tímar“ gengið yfir mannkyniö mörg hundruð sinnum, og hverri kynslóð, sem lifaö hefur ný tímamót, hefur virzt sem hyldjúp gjá liggi milli hins gamla og nýja tíma. En þegar betur er aö gætt, þá kemur í ljós, að þungamiðjan 1 viðfngsefnum 47

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.